Samningur um knatthús á Ásvöllum og eftirgjöf lóðar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar undirrituðu á dögunum framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Samhliða afhenti félagið óbyggða lóð til Hafnarfjarðarbæjar undir uppbyggingu á 100-110 íbúðum. Nánar tiltekið lóðina Ásvelli 3 sem varð til úr lóðinni Ásvellir 1 og er þegar skilgreind í samþykktu deiliskipulagi vegna Ásvalla 1. Með þessari eftirgjöf skapast aukið svigrúm til að hraða uppbyggingu knatthússins.

Framundan er spennandi uppbygging í grónu hverfi við Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar undirrituðu á dögunum framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Samhliða afhenti félagið óbyggða lóð til Hafnarfjarðarbæjar undir uppbyggingu á 100-110 íbúðum. Nánar tiltekið lóðina Ásvelli 3 sem varð til úr lóðinni Ásvellir 1 og er þegar skilgreind í samþykktu deiliskipulagi vegna Ásvalla 1. Með þessari eftirgjöf skapast aukið svigrúm til að hraða uppbyggingu knatthússins.

Asvellir3Mynd1Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Magnús Gunnarsson  framkvæmdastjóri Hauka skrifa undir framkvæmdasamning. 

Þegar liggur fyrir samningur um hönnun knatthússins og er áætlað að fullnaðarhönnun verði lokið í apríl 2022. Samhliða hönnun er unnið að mati á umhverfisáhrifum hússins og er gert ráð fyrir að það mat liggi fyrir eigi síðar en á vordögum 2022. Þegar heildarhönnun knatthússins liggur fyrir, sem og mat á umhverfisáhrifum þess, verður bygging hússins boðin út.

Fjölbýlishúsalóð á frábærum stað

Ásvellir 3 er einstök lóð staðsett í grónu hverfi við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum gengt Ásvallalaug og við friðland Ástjarnar. Leitast verður við að hraða sem mest uppbyggingu á lóð til að valda sem minnstu raski á svæðinu. Á lóðinni er heimilt að byggja fjölbýlishús á 2-5 hæðum, alls 100-110 íbúðir. Bílastæði má hafa að hluta í bílakjallara á einni hæð. Vellirnir í Hafnarfirði eru vinsælt og fjölskylduvænt hverfi með fjölbreyttum möguleikum til afþreyingar og útivistar og stutt í alla verslun, þjónustu og menningu. Lágmarksverð í lóðina er kr. 447.919.120.- og tilboðsfrestur er til kl. 13 fös. 28. janúar. 

9623-190508-Asvellir-ibudir-DJI_0004

Nánari upplýsingar um Ásvelli 3 í Hafnarfirði 

Ábendingagátt