Samningur undirritaður um skóla- og frístundaakstur

Fréttir

Föstudaginn 17. júlí undirrituðu Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, og Pálmar Sigurðsson frá Hópbílum hf. nýjan samning um skóla- og frístundaakstur í framhaldi af útboði þar sem Hópbílar voru lægstbjóðendur. Undirritun fór fram við blómum prýdda hjartað í Strandgötunni.

Undirritun samninga um skóla- og frístundaaksturFöstudaginn 17. júlí undirrituðu Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, og Pálmar Sigurðsson frá Hópbílum hf.  nýjan samning um skóla- og frístundaakstur í framhaldi af útboði þar sem Hópbílar voru lægstbjóðendur. 

Í samningnum felst skólaakstur fyrir grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar, akstur fyrir grunnskólabörn í sérdeildum og frístundaakstri fyrir frístundaheimili Hafnarfjarðarbæjar. Horft er sérstaklega til öryggis farþega og bílstjóra með notkun gæðastjórnunarkerfis við áhættugreiningu og skráningu óhappa og því fylgt eftir með úrbótum.

Samningstími er frá 2020 til 2024 með ákvæði um að hægt verði að framlengja hann tvisvar sinnum um eitt ár.

Á myndinni sjást Rósa Guðbjartsdóttir og Pálmar Sigurðsson undirrita samninginn í hjarta Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt