Samningur við Raddir

Fréttir

Hafnarfjarðarkaupstaður gerði í dag samning við Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, um samstarf um framkvæmd Stóru upplestrarkeppninnar á Íslandi. Stóra upplestrarkeppnin mun áfram eiga höfuðból í Hafnarfirði þar sem keppnin hófst fyrir 20 árum.

Hafnarfjarðarkaupstaður gerði í dag samning við Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, um samstarf um framkvæmd Stóru upplestrarkeppninnar á Íslandi. Stóra upplestrarkeppnin mun áfram eiga höfuðból í Hafnarfirði þar sem keppnin hófst fyrir 20 árum.

Hafnarfjarðarbær mun þjónusta Raddir í tengslum við framkvæmd keppninnar auk þess að halda úti heimasíðunni: upplestur.hafnarfjordur.is en fulltrúar Radda munu annast efnisinnsetningu á síðuna. Samningurinn er gerður í eitt ár.  Það voru Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarkaupstaðar og Ingibjörg Einarsdóttir, formaður Radda og áður skrifstofustjóri fræðslu- og frístundaþjónustu, sem undirrituðu samninginn.  Það er ánægjulegt að Raddir og Hafnarfjarðarbær haldi áfram formlegu samstarfi um stærsta þróunarverkefni í grunnskólum á Íslandi sem hófst í grunnskólum Hafnarfjarðar árið 1996 að undirlagi Ingibjargar. Á sama tíma var gerður sérstakur samningur við Ingibjörgu um að halda áfram að stýra framkvæmd Litlu og Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði þetta skólaár líkt og hún hefur gert síðustu 20 árin.

Ábendingagátt