Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarkaupstaður og Samtökin ´78 undirrituðu í dag, föstudaginn 11. desember 2015, samstarfssamning um fræðslusamstarf sem hefst á árinu 2016.
Hafnarfjarðarkaupstaður og Samtökin ´78 undirrituðu í dag, föstudaginn 11. desember 2015, samstarfssamning um fræðslusamstarf sem hefst á árinu 2016. Meginmarkmið samnings er að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda.
Meginefni samnings er að starfsfólk á vegum Samtakanna ´78 standi fyrir fræðslu fyrir allt starfsfólk grunnskóla bæjarins á skólaárinu 2016-2017. Sú fræðsla miðar að því að gera starfsfólk skólanna hæfara til að þekkja, skilja og ræða málefnis hinsegin fólks í skólastarfi í samræmi við áherslur aðalnámskrár grunnskóla. Stefnt er að því að árlega eftir það, og eftir því sem við á, fái nýtt starfsfólk grunnskóla umrædda fræðslu. Sömuleiðis mun starfsfólk frá Samtökunum ´78 vera árlega með fræðslu í einum árgangi í grunnskólunum og fyrir valinu varð 8. bekkur. Sú fræðsla hefst einnig skólaárið 2016-2017. Þá munu Samtökin ´78 vera til ráðgjafar fyrir bæjaryfirvöld varðandi námskrárgerð sem tengist málefnum hinsegin fólks og þætti þeirra innan námssviðs samfélagsgreina í grunnskólunum. Einnig felur samningurinn í sér að ungmenni úr Hafnarfirði geti leitað eftir þjónustu Samtakanna ´78 eftir þörfum án endurgjalds. Fyrir þjónustu Samtakanna ´78 við grunnskóla bæjarins og hafnfirsk ungmenni greiðir bærinn eðlilegt endurgjald til samtakanna í samræmi við veitta þjónustu. Samningurinn gildir í eitt ár en gert er ráð fyrir endurnýjun hans árlega meðan tilefni gefst til og nauðsyn er á umræddri fræðslu.
Hafnarfjarðarkaupstaður og Samtökin ´78 fagna bæði samstarfssamningnum og vænta góðs af honum. Þess er vænst að samstarfið leiði til aukinnar þekkingar og vitundarvakningar meðal starfsfólks og nemenda grunnskóla um málefni er varða kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni fólks. Rannsóknir sýna að slík þekking dregur úr einelti í garð hinsegin nemenda og eykur lífsgæði þeirra. Það er í sjálfu sér mannréttindamál að einstaklingar fái viðeigandi fræðslu sem hjálpar þeim til að lifa farsælu lífi og nýta hæfileika sína. Þá er það einnig mannréttindamál að starfsfólk skóla og samnemendur hafi þá grundvallarþekkingu sem þarf til undirbúnings fyrir leik og störf í margbreytilegu samfélagi sem virðir sérstöðu hvers og eins. Um það snýst þessi samstarfssamningur Hafnarfjarðarkaupstaðar og Samtakanna ´78.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…