Samráðsfundir vegna skipulagsvinnu Vesturbæjar

Fréttir

Á samráðsfundi vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar var farið yfir hugtakið Verndarsvæði í byggð og gerð grein fyrir þeirri fornleifa- og húsaskráningu sem gerð hefur verið á svæðinu.

 

Á fyrri samráðsfundi af tveimur vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar þann 5. mars var farið yfir hugtakið Verndarsvæði í byggð, hvað í því felst og hvernig það á við um Vesturbæinn. Jafnframt var gerð grein fyrir þeirri fornleifa- og húsaskráningu sem gerð hefur verið á svæðinu. Hér er hægt að sækja glærukynningu frá fundinum:

Á seinni fundi átti að kynna hugmyndavinnu fyrir íbúum og gefa þeim tækifæri á að ræða þær hugmyndir sem þegar liggja fyrir. Ákveðið var að fresta fundinum en ný tímasetning er 31. mars kl. 17 í beinu streymi á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt