Samstarf við Samgöngustofu um umferðarmál

Fréttir

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða í sérstöku samstarfi við Samgöngustofu á skólaárinu 2019-2020. Samgöngustofa tekur þátt í að styðja grunnskóla bæjarins við að efla umferðarfræðslu í skólunum með ráðgjöf og kennslu.

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða í sérstöku samstarfi við
Samgöngustofu á skólaárinu 2019-2020. Samgöngustofa tekur þátt í að styðja
grunnskóla bæjarins við að efla umferðarfræðslu í skólunum með ráðgjöf og kennslu.

Markmið samstarfsins er að efla umferðarfræðslu í
grunnskólunum og styrkja reglulega fræðslu til nemenda um umferðarmál í
einstaka árgöngum. Meðal verkefna er sérstök
fræðsla til allra nemenda í 7. og 9. bekkjum vorið 2020 um ýmislegt sem snýr að
vespum, rafhlaupahjólum og skellinöðrum sem virðast njóta sívaxandi vinsæla. Þá er ráðgert að hver skóli verði með sérstaka daga tileinkaða áherslu á umferðarmál einhvern tímann á skólaárinu.

Verkefnið er unnið í samstarfi við einstaka skóla og
skólastjórnendur grunnskólanna. Sérstök verkefnisstjórn er um verkefnið í vetur
með fulltrúa Samgöngustofu, skólastjóra Hraunvallaskóla, Önnu Kristínu
Friðriksdóttur teymisstjóra verkefnisins og kennara í Hraunvallaskóla og
þróunarfulltrúa grunnskóla. Unnið er eftir verkefnaáætlun sem verkefnisstjórnin
setti sér og skólarnir fylgja eftir.

Ábendingagátt