Samstarfsverkefni um þjónustu við fatlað fólk

Fréttir

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Erasmus+ verkefni um hugmyndafræði og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk. Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni milli þriggja þjóða, þ.e.a.s. Íslands, Litháen og Ungverjalands.

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi
í Erasmus+ verkefni um hugmyndafræði og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað
fólk. Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni milli þriggja þjóða, þ.e.a.s.
Íslands, Litháen og Ungverjalands sem ber yfirskriftina „Communication is the
path to integration“ eða „Samskipti eru leið til samþættingar“.

Áhersla
á notkun óhefðbundinna tjáskipta

Hæfingarstöðin hefur frá upphafi
starfseminnar árið 1991 lagt áherslu á að styrkja þjónustunotendur með
langvarandi stuðningsþarfir í notkun óhefðbundinna tjáskipta (AAC). Í flestum
tilfellum hafa þeir notað Bliss-tungumálið frá barnsaldri sem samanstendur af
um 5000 táknum sem notuð eru til tjáskipta. Þau eru notuð sem benditákn á töflu og/eða í
fartölvum og spjaldtölvum sem gjarnan er stýrt t.d. með augnstýribúnaði eða
höfuðbúnaði, fer það eftir hreyfigeta notandans. Fyrsti hluti þessa Erasmus +
verkefnis fór fram í Litháen í maí s.l. þar sem þjóðirnar þrjár hittust í
vikutíma; fjórir frá Íslandi, þrír frá Litháen og þrír frá Ungverjalandi. Þar
voru ýmsar áhugaverðar þjónustuleiðir kynntar.

Hópurinn
heimsótti Hafnarfjörð í nýliðinni viku

Annar hluti samstarfsverkefnis var haldinn
í nýliðinni viku, hér í Hafnarfirði og það meðal annars í Hæfingarstöðinni. Þar
fékk hópurinn kynningu á tjáskiptaþjálfuninni, Snoezelen hugmyndafræðinni,
Intensive Interaction (áköf samskipti) og Þjónandi leiðsögn (GTI) ásamt öðrum
starfsháttum og skipulagi. Einnig fékk hópurinn kynningu frá Rannveigu
Einarsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs hjá Hafnarfjarðarbæ, um
Hafnarfjörð í heild sinni og þjónustu sveitarfélagsins. Hrönn Hilmarsdóttur,
deildarstjóri í málefnum fatlaðs fólks, kynnti þjónustu sveitarfélagsins við
fatlað fólk. Til viðbótar var hópunum boðið á kynningar á ýmsum þjónustustöðum
bæjarins sem og annarstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji og síðasti hluti
verkefnisins mun fara fram í Ungverjalandi vorið 2020 þar sem hópurinn mun fá
kynningu á m.a. hugmyndafræði og nálgunarleiðum sem notaðar eru í þjónustu við
fatlað fólk þar í landi.

Ferð hópsins til Litháen

Hér má sjá myndband sem unnið var eftir heimsóknina til Litháen í maí 2019. Myndband frá ferðinni frá sjónarhorni Sigurjón sem er einn af notendum þjónustunnar.  

https://www.youtube.com/watch?v=uMithyqEIho

Nánari
upplýsingar fyrir áhugasama um einstakar þjónustuleiðir

Ábendingagátt