Samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 27. apríl breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna Fornubúða 5

Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkti 27. 04. 2017 breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar
vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemd barst
og hefur þeim, sem gerðu athugasemd, verið send umsögn sveitarstjórnar. Sú
breyting var gerð frá auglýstri tillögu að heimilt verður að reisa skrifstofu- og
þjónustuhús með bílakjallara og veittar heimildir til hærra nýtingarhlutfalls,
aukinnar hámarkshæðar bygginga og stækkunar byggingarreits.

Hægt er að
kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt
deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. maí 2017.

Ábendingagátt