Sandur hjá Þjónustumiðstöð

Fréttir

Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun.

 

Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ þessa dagana. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til.

Líkt og undanfarin ár stendur íbúum í Hafnarfirði til boða að sækja sér sand til Þjónustumiðstöðvar bæjarins sem staðsett er á Norðurhellu.  Þar er hægt að nálgast sand úr körum og eru pokar og skófla á staðnum.  Kör eru alltaf fyllt í lok dags.

 

Hvetjum íbúa til að vera meðvitaða um sitt nærumhverfi og aðstoða við söndun þannig að tryggja megi öryggi allra. 

Ábendingagátt