Sandur hjá Þjónustumiðstöð

Fréttir

Líkt og undanfarin ár stendur íbúum í Hafnarfirði til boða að sækja sér sand til Þjónustumiðstöðvar bæjarins sem staðsett er á Norðurhellu.  Þar er hægt að nálgast sand úr körum við inngang að framanverðu og eru pokar og skófla á staðnum. Kör eru alltaf fyllt í lok dags.

Það er óhætt að segja að við séum búin að vera einstaklega heppin með veður og færð þennan veturinn og fyrst núna sem við þurfum að hafa varann á og fara sérstaklega varlega. 

Mikil hálka hefur myndast á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ síðustu daga og þá sér í lagi snemma á morgnana þegar einstaklingar á öllum aldri eru að koma sér til og frá skóla og/eða vinnu. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til. Vaktir vegna hálku og snjóvarna byrja almennt 15. október og standa til 15. apríl ár hvert. Hálkuvarnir eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerðir þar sem notast er við söltun og ruðning. 

Sandur hjá Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2

Líkt og undanfarin ár stendur íbúum í Hafnarfirði til boða að sækja sér sand til Þjónustumiðstöðvar bæjarins sem staðsett er á Norðurhellu.  Þar er hægt að nálgast sand úr körum við inngang að framanverðu og eru pokar og skófla á staðnum. Kör eru alltaf fyllt í lok dags.

Yfirlit yfir fyrirkomulag varðandi snjómokstur og hálkuvarnir gatna, stétta og göngustíga er að finna HÉR

Við hvetjum íbúa til að vera meðvitaða um sitt nærumhverfi og aðstoða við söndun þannig að tryggja megi öryggi allra. Þar með þitt eigið.

Ábendingagátt