Sástu dauðan fugl? Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur við tilkynningum

Fréttir

Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu og myndir.

Fuglaflensa á höfuðborgarsvæðinu

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að taka á móti tilkynningum um dauða fugla og fjarlægja á svæði heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Dýraþjónusta Reykjavíkur er með meindýraeyða á sínum snærum sem fjarlægja fuglana.

Fólki er ráðlagt að halda sig fjarri fuglshræjum en hægt er að hringja í Dýraþjónustuna frá klukkan 9-21 á virkum dögum og klukkan 9-17 um helgar í síma 822 7820 eða senda tölvupóst á netfangið dyr@reykjavik.is. Fólk er beðið um greinargóðar upplýsingar um staðsetningu og senda myndir ef mögulegt er.

Pössum dýrin okkar

Matvælastofnun lýsti yfir neyðarstigi 3. desember síðastliðinn vegna fuglaflensu í hópi eldiskalkúna. Hún hefur síðan einnig greinst í tveimur köttum og í viltum fuglum. Stofnunin bendir öllum þeim sem halda alifugla eða aðra fugla að viðhalda ýtrustu smitvarnir við umhirðu fuglanna. Matvælastofnun mælir einnig með að fólk reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að kettir þeirra komist í snertingu við fugla.

Tekið skal fram að smithætta fyrir fólk af völdum fuglainflúensu H5N5 er mjög lítil. Fólk er þó minnt á að gæta hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra. Á vef embættis landlæknis má finna almennar leiðbeiningar fyrir fólk um fuglainflúensu.

Hvert skal leita? Dýraþjónusta Reykjavíkur er með netfangið dyr@reykjavik.is og síma 822-7820.

Ábendingagátt