Segðu okkur sögu af þinni upplifun af okkar þjónustu

Fréttir

Hafnarfjarðarbær vinnur stöðugt að því að bæta þjónustuna, svörun almennra erinda og auðvelda aðgengi að þjónustu sveitarfélagsins með stafrænum lausnum. Við eigum öll okkar sögur af þjónustu sveitarfélagsins, bæði góðar og slæmar, og nú viljum við safna þeim saman með það fyrir augum að greina styrkleika og veikleika þjónustunnar.

Segðu okkur sögu frá þinni upplifun af okkur þjónustu

Hafnarfjarðarbær vinnur stöðugt að því að bæta þjónustuna, svörun almennra erinda og auðvelda aðgengi að þjónustu sveitarfélagsins með stafrænum lausnum. Við eigum öll okkar sögur af þjónustu sveitarfélagsins, bæði góðar og slæmar, og nú viljum við safna þeim saman með það fyrir augum að greina styrkleika og veikleika þjónustunnar og það með ykkar mikilvægu aðstoð. 

Segðu okkur þína sögu

Aðeins saman byggjum við fyrirmyndarsamfélag

Með innleiðingu á verkefninu Segðu okkur sögu vill starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar opna á beint samtal við notendur þjónustu sveitarfélagsins og hvetja þá sem leita til okkar eftir  þjónustu og með erindi til þess að segja sína sögu og senda okkur umbótatillögur. Verkefnið byggir á fyrirmynd Stafræns Íslands og hefur þann tilgang, líkt og fyrr segir, að safna saman góðum og slæmum sögum af veittri þjónustu með það fyrir augum að bregðast við, greina styrkleika og veikleika og leysa úr vandamálum sem notendur eru að upplifa. Verkefnið er til þess fallið að aðstoða við forgangsröðun verkferla og tæknilausna sem ýta undir og tryggja betri og bættari þjónustu. Síðustu ár hefur Hafnarfjarðarbær lagt ríka áherslu á innleiðingu og framkvæmd verkefna og aðgerða sem hafa haft það að markmiði að bæta þjónustuna, svörun almennra erinda og auðvelda aðgengi að þjónustu sveitarfélagsins með stafrænum lausnum.  við viljum gera gott betur og það með ykkar aðstoð. 

Taktu þátt – hafðu áhrif !

  • Ertu með sögu? Við viljum fá að heyra þær allar, góðar og slæmar, og safna þeim saman með það fyrir augum að greina styrkleika og veikleika þjónustunnar þannig að hægt sé að bregðast við og bæta.  
  • Ertu með ábendingu?  Við fögnum öllum ábendingum! Er eitthvað sem þarf að lagfæra í umhverfinu, þjónustu eða annað sem þú vilt koma á framfæri við starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar? Sendu okkur þá ábendingu takk fyrir.
  • Viltu koma góðri hugmynd á framfæri og viðra hana í stærra samhengi?  Þá er Betri Hafnarfjörður málið, samráðsvettvangur þar sem bæjarbúum gefst tækifæri til að setja fram smærri og stærri hugmyndir. 
Ábendingagátt