Seigla á Sönghátíð í Hafnarborg. Miðasala er hafin

Fréttir

Miðasala er hafin á Sönghátíð í Hafnarborg, sem fram fer dagana 19.6.-4.7.2021. Sönghátíð í Hafnarborg hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins 2020. Á hátíðinni í ár mætir til leiks einstakt úrval tónlistarmanna með fjölbreytta dagskrá. Seiglan sem hefur hjálpað landanum í gegnum hinn erfiða heimsfaraldur er þema hátíðarinnar í ár.

Miðasala er hafin á
Sönghátíð í Hafnarborg, sem fram fer dagana 19.6.-4.7.2021. Sönghátíð í Hafnarborg
hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins 2020. Á hátíðinni
í ár mætir til leiks einstakt úrval tónlistarmanna með fjölbreytta dagskrá.
Seiglan sem hefur hjálpað landanum í gegnum hinn erfiða heimsfaraldur er þema
hátíðarinnar í ár. Tónlist og ljóðlist tjá sammannlegar tilfinningar þvert yfir
tíma og lönd, hjálpa okkur að skilja okkur sjálf, sjá samhengið á milli okkar
og annarra, veita okkur innblástur, kenna okkur að meta fegurð lífsins og gefa
okkur vonandi von um betri tíma.

Níu tónleikar með fjórtán söngvurum

Níu tónleikar verða í boði með 14 framúrskarandi
einsöngvurum og kórnum Schola Cantorum. Einnig verður leikið á píanó, gítar,
fiðlu, selló, sembal og orgel á tónleikum með íslenskri og erlendri tónlist frá
barokktímanum til okkar daga.  Miðasala fer
fram á tix.is

Sjálfstæð hátíð haldin í samstarfi við Hafnarborg

Á hátíðinni eru einnig í
boði ýmis námskeið fyrir söngnemendur, söngvara og börn. Sönghátíð í Hafnarborg er sjálfstæð hátíð, sem er haldin í samstarfi við
Hafnarborg, og nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar, Tónlistarsjóðs og Sjóðs
Friðriks og Guðlaugar. Listrænir stjórnendur og stofnendur Sönghátíðar í Hafnarborg eru þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui. 

Verið velkomin á Sönghátíð í Hafnarborg!

Tónleikar á Sönghátíð í
Hafnarborg 2021:

  • Þriðjudagur 22.6.2021 kl. 20:00. Fyrri master class tónleikar. Nemendur á fyrra master class námskeiði Kristins
    Sigmundssonar flytja sönglög og óperuaríur. Matthildur Anna Gísladóttir leikur
    með á píanó.
  • Fimmtudagur 24.6.2021 kl. 20:00. Mahler mætir Íslandi. Andri Björn Róbertsson bass-baritón, Hallveig
    Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja valin lög úr Des
    Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler, auk laga í léttari kantinum eftir
    Hildigunni Rúnarsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson og Þórunni Grétu
    Sigurðardóttur.
  • Föstudagur 25.6.2021 kl. 17:00. Út um allt – fjölskyldutónleikar. Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona,
    Sigurður Ingi Einarsson gítar- og slagverksleikari og Ingvar Alfreðsson
    píanóleikari flytja tónleika fyrir alla fjölskylduna. Börn af
    tónlistarnámskeiði hátíðarinnar koma einnig fram. Ókeypis aðgangur.
  • Laugardagur 26.6.2021 kl. 17:00. Vinaspegill. Schola Cantorum flytur íslenska kórtónlist um vináttu, söknuð og
    ást. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
  • Sunnudagur 27.6.2021 kl. 17:00. Íslensk kventónskáld. Björk Níelsdóttir sópran, Erla Dóra Vogler mezzósópran,
    Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hafsteinn Þórólfsson baritón og Eva Þyri
    Hilmarsdóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Jórunni
    Viðar og önnur íslensk kventónskáld.
  • Miðvikudagur 30.6.2021 kl. 20:00. Mediterraneo. Alexander Jarl Þorsteinsson tenór, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
    mezzósópran og gítarleikararnir Francisco Javier Jáuregui og Pétur Jónasson
    flytja tónlist frá löndum sem liggja að Miðjarðarhafinu.
  • Fimmtudagur 1.7.2021 kl. 20:00. Seinni master class tónleikar. Nemendur á seinni master class námskeiði
    Kristins Sigmundssonar flytja sönglög og óperuaríur. Helga Bryndís Magnúsdóttir
    leikur með á píanó.
  • Laugardagur 3.7.2021 kl. 17:00. Indæla ró – barokktónleikar. Benedikt Kristjánsson tenór, Guðrún Jóhanna
    Ólafsdóttir mezzósópran, Pétur Björnsson fiðluleikari, Halldór Bjarki Arnarson
    semballeikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari flytja tónlist eftir G. F.
    Händel og J.S. Bach í bland við forna íslenska söngva.
  • Sunnudagur 4.7.2021 kl. 17:00.Óperugala. Gissur Páll Gissurarson tenór, Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran,
    Kristinn Sigmundsson bassi, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Sigrún Pálmadóttir
    sópran og Guðrún Dalía Salómónsdóttir píanóleikari flytja aríur og
    samsöngsatriði úr óperum eftir Beethoven, Donizetti, Gounod, Mozart, Nicolai,
    Saint-Saëns og Verdi.

Allir tónleikarnir fara fram í
aðalsal Hafnarborgar við Strandgötu 34 í Hafnarfirði.
Miðasala fer fram á tix.is

Námskeið á Sönghátíð í
Hafnarborg
:

  • Laugardagur 19. –
    þriðjudagur 22. júní og mánudagur 28. júní – fimmtudagur 1. júlí. 
    Master class fyrir
    söngnemendur og söngvara. Tónleikar 22.6. og 1.7. kl. 20:00. Kennari: Kristinn
    Sigmundsson. Uppbókað.
  • Laugardagur 19. –
    sunnudagur 20. júní kl. 15:00-18:00. 
    Söngnámskeið fyrir
    söngnemendur í grunn- og miðnámi. Tónleikar 10.6. kl. 19:00. Kennari: Guðrún
    Jóhanna Ólafsdóttir. Skráning.
  • Mánudagur 21. –
    föstudagur 25. júní. 
    Söngsmiðja og
    myndlistarnámskeið fyrir 6-9 ára og 10-12 ára. Skráning.
  • Laugardagur 26. og
    sunnudagur 27. júní kl. 11:00-11:45.
    Tónlistarsmiðja fyrir
    3-5 ára með foreldrum. Kennari: Valgerður Jónsdóttir. Skráning.
  • Laugardagur 3. og
    sunnudagur 4. júlí kl. 11:00-11:45. 
    Krílasöngur fyrir
    6-18 mánaða börn með foreldrum. Kennari: Svafa Þórhallsdóttir. Skráning.

Nánari upplýsingar á www.songhatid.is

Ábendingagátt