Sendinefnd frá Grænlandi í heimsókn

Fréttir

Ellefu manna sendinefnd frá Ilulissat, vinabæ Hafnarfjarðar á Grænlandi, heimsótti Hafnarfjörð í nýliðinni viku. Í Ilulissat er verið að undirbúa opnun alþjóðaflugvallar sem áætlað er að opni árið 2024 og því von á mikilli fjölgun ferðamanna. Tilefni heimsóknarinnar til Íslands var m.a. að fá að heyra af áskorunum lands og þjóðar við uppbyggingu alþjóðaflugvallarins í Keflavík og viðbrögð við þeim. Samhliða þótti tilvalið að heimsækja vinabæinn Hafnarfjörð og styrkja tengslin.

Ellefu manna sendinefnd frá Ilulissat, vinabæ Hafnarfjarðar á Grænlandi, heimsótti Hafnarfjörð í nýliðinni viku. Í Ilulissat er verið að undirbúa opnun alþjóðaflugvallar sem áætlað er að opni árið 2024 og því von á mikilli fjölgun ferðamanna. Tilefni heimsóknarinnar til Íslands var m.a. að fá að heyra af áskorunum lands og þjóðar við uppbyggingu alþjóðaflugvallarins í Keflavík og viðbrögð við þeim. Samhliða þótti tilvalið að heimsækja vinabæinn Hafnarfjörð og styrkja tengslin.


Anthon Frederiksen bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Avannaata og formaður atvinnumálanefndar fór fyrir hópnum og færði bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir móttökurnar. Hér má sjá hópinn í heild.

 

Vinabæir til 38 ára

Hafnarfjörður og Ilulissat hafa verið vinabæir síðan árið 1984. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar átti góðan fund með hópnum ásamt sendifulltrúa Grænlands á Íslandi þar sem meðal annars var rætt um menningarmál, stafræna þróun og forvarnarmál sem hópurinn var áhugasamur um að kynna sér og heimsótti í kjölfarið ungmennahúsið Hamarinn.


Margrét Gauja Magnúsdóttir verkefnastjóri Harmsins tók vel á móti hópnum með kynningu á starfinu.

Ísfjörðurinn Ilulissat á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2004

Sveitarfélagið Avannaata samanstendur af fjórum bæjum og 23 minni þéttbýliskjörnum sem er einkennandi fyrir nyrsta hluta Grænlands. Ilulissat er stærsti bærinn í Avannaata kommune með um 4.700 íbúa. Ilulissat ísfjörðurinn hefur síðan árið 2004 verið á heimsminjaskrá UNESCO.

Ábendingagátt