Norska sveitarfélagasambandið heimsækir Hafnarfjörð

Fréttir

Hópur frá norska sveitarfélagasambandinu, sérfræðingar um heilsu- og velferðarmál, komu í vettvangsferð til Íslands á dögunum til að kynna sér forvarnarverkefni á vegum íslenskra sveitarfélaganna.

Hópur frá norska sveitarfélagasambandinu, sérfræðingar um heilsu- og velferðarmál, komu í vettvangsferð til Íslands á dögunum til að kynna sér forvarnarverkefni á vegum íslenskra sveitarfélaganna.  Hópurinn heimsótti Hafnarfjörð í dag og fékk þar kynningu á Lífsgæðasetri St. Jó.,  heilsueflingu eldri borgara og BRÚNNI í húsnæði Lífsgæðaseturs St. Jó. 

Hópurinn hefur verið á ferð um stór-höfuðborgarsvæðið og m.a. fengið kynningu frá Reykjavíkurborg um frístundakort og það starf sem unnið er með börnum innflytjenda til að auka þátttöku þeirra í íþróttum. Þar fékk hópurinn kynningu á Tinna, verkefni sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði ungra einstæðra foreldra og barna þeirra sem hafa notið fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg. Í dag heimsótti hópurinn Hafnarfjörð og fengu  kynningu á Janusi heilsueflingu sem er forvarnarverkefni fyrir eldri borgara. Einnig kynntu þau sér nýtt verklag í þjónustu við börn í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, verkefni sem gengur undir nafninu BRÚIN.  BRÚIN hefur það að markmiði að auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. 

Við þökkum þessum flotta norræna hópi innilega fyrir heimsóknina og fyrir sýndan áhuga á okkar verkefnum! 

Ábendingagátt