Sérkennsluráðgjafi leikskóla óskast til starfa

Fréttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir sérkennsluráðgjafa leikskóla hjá fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl.

Hafnarfjarðarkaupstaður auglýsir eftir sérkennsluráðgjafa leikskóla hjá fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar.

Sérkennsluráðgjafi leikskóla vinnur að stuðningi og ráðgjöf við foreldra, kennara og starfsfólk leikskóla vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning. Sérkennsluráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk fræðslu- og frístundaþjónustu og opinberar stofnanir sem tengjast málefnum barna með sérþarfir. Sérkennsluráðgjafi veitir einnig ráðgjöf við börn sem hafa íslensku sem annað mál.

Helstu verkefni:

  • Annast faglega ráðgjöf og stuðning við foreldra, kennara og starfsfólk vegna barna er njóta sérfræðiaðstoðar eða stuðnings
  • Ráðleggur starfsfólki leikskóla um kennslufræðilegar útfærslur og einstaklingsnámskrár
  • Þátttaka í teymisfundum barna með sérþarfir, ráðgjöf til kennara og foreldra
  • Fylgist með og miðlar nýjungum varðandi málefni barna sem þurfa á sérfræðiaðstoð og stuðningi að halda
  • Þátttaka í mótun fræðslu fyrir starfsfólk leikskóla á sínu sviði

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun og framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða áskilin
  • Starfsreynsla á sviði sérkennslu í leikskóla
  • Reynsla af því að leiðbeina og/eða hafa unnið með atferlisíhlutun og skipulagða kennslu kostur
  • Þekking og reynsla á kennslu í íslensku sem annað tungumál sem og á fjölmenningarlegum kennsluháttum
  • Samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Faglegur metnaður
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti

Í umsókninni þarf að vera yfirlit um menntun og reynslu ásamt ýtarlegri greinargerð um fyrirhugaðar áherslur og áhuga í viðkomandi starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2017

Í Hafnarfirði eru íbúar um 28.000 og rekur bærinn nú 15 leikskóla og er með þjónustusamning við tvo til viðbótar. Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar er þjónustustofnun í þágu menntunar í bæjarfélaginu og þar starfa sérhæfðir starfsmenn sem veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni. Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu, fanney@hafnarfjordur.is.

Ábendingagátt