Sérstakur húsnæðisstuðningur

Fréttir

Frá áramótum sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta en Hafnarfjarðarbær heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings, sem kemur í stað sérstakra húsaleigubóta. ákveðin skilyrði eru sett fyrir samþykki umsóknar.

Frá áramótum sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra
húsnæðisbóta en Hafnarfjarðarbær heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings,
sem kemur í stað sérstakra húsaleigubóta. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18.
janúar s.l. nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Sérstakur
húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur
sem veittar eru á grundvelli laga um nr. 75/2016.

Skilyrði fyrir samþykki umsóknar

Greiðsla sérstaks húsnæðisstuðnings tekur við af greiðslu
sérstakra húsaleigubóta. Samanlagðar tekur og eignir umsækjanda skulu vera undir efri tekjumörkum og eignamörkum sem tilgreind eru. Skilyrði fyrir samþykki umsóknar er að viðkomandi:

  • skal
    eiga rétt til húsnæðisbóta
  • vera orðinn 18 ára
  • eiga lögheimili í
    Hafnarfirði

Sérstakur húsnæðisstuðningur er
reiknaður sem ákveðið hlutfall af húsnæðisbótum þannig að fyrir hverjar 1.000
kr. í húsnæðisbætur fær leigjandi greiddar 700 kr. í sérstakan
húsnæðisstuðning. Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei
numið hærri fjárhæð en samtals 82.000 kr. og geta aldrei farið yfir 75% af
húsnæðiskostnaði. Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur þegar
húsnæðiskostnaður að frádregnum húsnæðisbótum er 50.000 kr. eða lægri.

Varðandi
nánari upplýsingar er vísað til nýrra reglna – sjá HÉR

Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning á MÍNUM SÍÐUM

Ábendingagátt