Sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur í félagslegu húsnæði

Fréttir

Reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning hefur verið breytt. Fellt var út ákvæði að ekki sé greiddur sérstakur stuðningur í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélagsins og er leigjendum nú heimilt að sækja um sérstakan stuðning.

Á fundi fjölskylduráðs þann 14.okt. sl . var tekin sú
ákvörðun að breyta reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning sem tóku gildi 17. október 2017.
Fellt var út ákvæði að ekki sé greiddur sérstakur stuðningur í félagslegu
leiguhúsnæði sveitarfélagsins og er leigjendum nú heimilt að sækja um sérstakan
stuðning.

Leigjendur félagslegs húsnæðis Hafnarfjarðarbæjar geta nú
sótt um sérstakan stuðning vegna húsaleigu og er sá stuðningur til viðbótar
þeim almenna stuðningi sem ríkið veitir. Allir þeir leigjendur í félagslegu
húsnæði Hafnarfjarðarbæjar sem í dag fá almennar húsnæðisbætur frá ríkinu geta
nú sótt um að fá sérstakan húsnæðisstuðning frá sínu sveitarfélagi.  Reiknivél fyrir almennar húsnæðisbætur er að finna á vef Íbúðalánasjóðs. Sérstakur húsnæðisstuðningur getur numið allt að 90% af almennum húsnæðisbótum. Heildarupphæð (almennar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur) getur ekki orðið hærri en sem nemur 82.000.- kr á mánuði.  Húsnæðisbætur og
sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei farið yfir 75% af húsnæðiskostnaði og
ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur þegar húsnæðiskostnaður að frádregnum
húsnæðisbótum er 50.000.-kr. eða lægri. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur til frádráttar á leiguverði. 

Hægt er að nálgast reglurnar hér

Sótt er um á MÍNUM SÍÐUM. Vakin er sérstök athygli á því að sérstakur
húsnæðisstuðningur er greiddur frá dagsetningu umsóknar og greiðist frá fyrsta
degi umsóknarmánaðar. 

Ábendingagátt