Sérstakur húsnæðisstuðningur hækkar

Fréttir

Sérstakur húsnæðisstuðningur sveitarfélagsins hefur verið hækkaður frá júlímánuði. Frumvarp um hækkun húsnæðisbóta var samþykkt á Alþingi í lok maí 2024.

 

 

Hafnarfjarðarbær eykur stuðninginn

Samanlagður húsnæðisstuðningur sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið hækkaður úr 90.200 krónum í 100.000 krónur á mánuði. Ákvörðunin var tekin á fundi fjölskylduráðs þann 20. ágúst og svo á fundi bæjarstjórnar þann 28. ágúst. Ákvörðunin er afturvirk frá 1. júlí síðastliðnum.

Byggir á ákvörðun Alþingis

Frumvarp um hækkun húsnæðisbóta var samþykkt á Alþingi í lok maí 2024. Breytingar tóku gildi þann 1. júlí og hækkuðu grunnfjárhæðir almennra húsnæðisbóta frá Húsbót um fjórðung, samkvæmt tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ásamt því hækkuðu eignamörk úr 6,5 milljónum króna í 12,5 milljónir.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagslegur stuðningur umfram almennar húsnæðisbætur. Stuðningurinn er fyrir einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði með lágar tekjur og þunga framfærslubyrði.

Júlímánuður leiðréttur

Greiðslur sem bárust til leigjenda þann 1. september síðastliðinn vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir ágúst, voru reiknaðar út frá nýrri samþykkt og því nær leiðréttingin einungis yfir júlímánuð.

Leiðréttingin á sérstökum húsnæðisstuðningi fyrir júlí verður greidd út til þeirra sem njóta stuðnings á almennum markaði. Leiðréttingin kemur til lækkunar á leigu í október mánuði hjá þeim sem eru í félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélaginu.

Ábendingagátt