Sérstakur styrkur gildir líka á sumarnámskeið

Fréttir

Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- tómstundarstyrk. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2021. 

Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur líka á sumarnámskeið!

Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2021 en hægt er að fá endurgreitt fyrir fjölbreytta iðkun frá september 2020.

FEL_13638_Social_1080x1080_A

Markmið frístundastyrkja er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna, efla íþróttastarf og annað forvarnarstarf. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brotthvarfi í eldri aldurshópum iðkenda.

Ábendingagátt