Sérstök aðgát í íþróttahúsum sveitarfélagsins til 12. október

Fréttir

Nú miða allar framkvæmdir og aðgerðir að því að tryggja m.a. að skóla- og tómstundastarf barna og þar með talið íþróttastarf haldist óskert.

Þriðja bylgjan í Covid19 hófst með töluverðum hvelli í síðustu viku og miða varfærnar aðgerðir að því að tryggja m.a. að skóla- og tómstundastarf barna og þar með talið íþróttastarf haldist áfram óskert. Því hefur verið ákveðið að grípa til meðfylgjandi ráðstafana a.m.k. til 12. október 2020 með fyrirvara um þróun mála hvað varðar frekari smit á okkar svæði.

Ráðstafanir sem gripið verður til fyrir utan hefðbundnar sóttvarnir eru eftirfarandi:

  • Aðgengi áhorfenda á leiki og æfingar barna eru bannaðar
  • Foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barna
  • Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu inn í íþróttahúsin
  • Starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum sé ekki leyfð t.d. óformlegt íþróttastarf fullorðinna sem ekki tilheyrir ÍSÍ

Fundað er reglulega með stjórnendum íþróttastarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að samræma verklag, miðla reynslu og upplýsingum milli aðila. Ákvarðanir um næstu skref verða teknar með þessum aðilum. 

Þessar takmarkanir eru vissulega íþyngjandi en það er mikilvægt að vernda skólasamfélagið og ungviðið og gera allt sem hægt er til að sú starfsemi raskist sem minnst. Önnur íþróttahús og frístundastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu sem ekki falla undir sveitarfélögin eru hvött til að gera slíkt hið sama því það er mikilvægt að allir geri allt sem hægt er til að vernda þá sem hér er um ræðir. Tilgangurinn er ekki til að raska íþróttastarfi né keppnum barna, heldur að halda því gangandi.

Áfram erum við öll almannavarnir!

Ábendingagátt