Setbergskóli sýnir söngleikinn Matthildi

Fréttir

Nú er allt að smella hjá nemendum 10. bekkjar sem sýna söngleikinn Matthildi. Fyrsta sýning af sex er föstudaginn 26. apríl.

Sýna 6 sýningar þessa helgi!

Nú er allt að smella hjá nemendum 10. bekkjar sem sýna söngleikinn Matthildi. Fyrsta sýning af sex er föstudaginn 26. apríl.

Allir nemendur árgangsins taka á einhvern hátt þátt í sýningunni því þetta er hluti af sviðslistum í skólanum. Nemendur eiga þess kost að leika, syngja, dansa, sjá um sviðsmynd, hljóð, ljós, búninga og markaðssetningu svo það helsta sé nefnt. Mjög margir taka að sér fleiri en eitt verkefni í þessari sýningu. En til þess að svona stór sýning verði að veruleika þá skiptir aðstoð og stuðningur frá foreldrum og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði miklu máli.

Matthildur eftir Roald Dahl

Söngleikurinn Matthildur byggir á þekktri sögu eftir Roald Dahl sem fjallar um gáfuðu stelpuna Matthildi sem hefur mikið ímyndunarafl og elskar að lesa bækur. Aftur á móti eru foreldrar henni mjög ólíkir henni. Þau eru fáfróð og óhefluð í orði og framkomu. Matthildur gengur í skóla þar sem skólastjórinn er algjör martröð og heldur uppi heraga með kúgun og pyntingum. Matthildur er hæfileikarík og hugrökk og notar hin ýmsu brögð til þess að sigrast á ranglæti bæði heima og í skólanum.

Leikstjórar eru Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir og María Gunnarsdóttir og verður söngleikurinn frumsýndur föstudaginn 26. apríl í Setbergsskóla. Gengið er inn um unglingaanddyri skólans. Það verða sex sýningar og aðeins þessi eina sýningarhelgi.

Miðasala fer fram á midix.is.

Ábendingagátt