Setbergsskóli fagnar 30 ára afmæli

Fréttir

Starfsfólk og nemendur Setbergsskóla blésu til veislu í dag í tilefni af 30 ára afmæli skólans með opnu húsi og veglegri afmælisdagskrá. Allir nemendur skólans tóku þátt í að búa til listaverk sem samanstendur af óskum þeirra um framtíðina. Listaverkið prýðir nú einn stærsta vegg skólans.

Starfsfólk og nemendur Setbergsskóla blésu til veislu í dag
í tilefni af 30 ára afmæli skólans með opnu húsi og veglegri afmælisdagskrá.
Allir nemendur skólans tóku þátt í að búa til listaverk sem samanstendur af óskum þeirra um framtíðina. Listaverkið prýðir nú einn stærsta vegg skólans. Í tilefni afmælis þótti einnig viðeigandi að nemendur skólans tækju við nýju og bættu leiksvæði á skólalóðinni í morgunsárið. Stór klifurkastali, hreiðurróla og rólur með gervigrasi að undirlagi.   

IMG_2984Fjölmenni var á opnu húsi í Setbergsskóla í tilefni af 30 ára afmæli skólans 

IMG_3002Hér má sjá þær Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Maríu Pálmadóttur skólastjóra og Fanneyju D. Halldórsdóttur fræðslustjóra við listaverk nemenda.

179Ný leiktæki voru tekin til notkunar í morgunsárið í tilefni dagsins. 

Saga skólans í stuttu máli

Setbergsskóli tók til starfa haustið 1989 en þá var fyrsti
áfangi skólans tekinn í notkun. Síðan hefur verið byggt við skólann fjórum sinnum.
Arkitektarnir Björn Hall og Jón Þór Þorvaldsson teiknuðu skólann en merki
skólans er teiknað af Sigurði Einarssyni, arkitekt. Rendurnar þrjár í merkinu
tákna setbergið sem er grunnur barnanna. Skólalóðin er mjög skemmtileg með
leiksvæðum og gróðri og alltaf hefur lækurinn, sem liðast um hana, haft mikið
aðdráttarafl. Stekkjarhraunið er hinum megin við lækinn með öllum þeim
möguleikum sem það gefur til leikja og útikennslu. Frá 1993 hefur skólinn haft
mikil samskipti við leikskólana í hverfinu og gott samstarf er á milli
skólastiganna. Árið 1997 fékk skólinn þróunarstyrk til að auka samstarf leik-
og grunnskóla. Auk þess hefur skólinn verið í mjög góðu samstarfi við
framhaldsskólastigið.

Sjá nánar allar upplýsingar um Setbergsskóla á heimasíðu skólans

Ábendingagátt