Setbergsskóli sigraði í Veistu svarið

Fréttir

Setbergsskóli vann Veistu svarið, spurningakeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar í Bæjarbíói í gærkvöldi, og fékk farandbikarinn til sín.

Unglingarnir vissu svörin í Veistu svarið

Setbergsskóli vann Veistu svarið, spurningakeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar í Bæjarbíói í gærkvöldi. Setbergsskóli keppti við Áslandsskóla um sigursætið. Liðin áttu bæði frábæra spretti en Setbergsskóli seig snemma fram úr og hélt forystunni til enda.

 

Lið Setbergsskóla skipuðu:

  • Reynir Örn Sigrúnarson
  • Erla Lilja Ísleifsdóttir
  • Júlían Ingi Ingibjörnsson
  • Bjarni Snær Guðmundsson, sem sat hjá í þessari viðureign.

Lið Áslandsskóla skipuðu:

  • Frímann Pálsson
  • Þórður Júlíus Guðnason
  • Haraldur Hrafn Þórðarson og
  • Ninja Ýr Logadóttir sem sat hjá í þessari viðureign.

Keppnin er í anda Gettu betur og spurningarnar fjölbreyttar. Árni Stefán Guðjónsson, áfangastjóri í Flensborgarskóla, samdi spurningarnar og stýrði keppninni glæsilega. Stella Björg Kristinsdóttir og Tinna Dahl Christiansen voru stigaverðir.

Síðastliðin mánuð hafa verið undankeppnir verið haldnar. Fyrst var  8 liða keppni og eftir hana voru fjögurra liða undanúrslit, þar sem Víðistaðaskóli og Setbergsskóli tókust annas vegar á og Áslandsskóli keppti á móti Lækjaskóla.

Hafnarfjarðarbær óskar liði Setbergsskóla innilega til hamingju með sigurinn og þakkar öllum þátttakendum fyrir frábæra og líflega keppni.

Já, það sýndi sig enn og aftur í Bæjarbíó í vikunni að ungmenni Hafnarfjarðar eru endalaus uppspretta visku og gleði.

Ábendingagátt