Setbergsskóli sigurvegari íþróttamótsins

Fréttir

Setbergsskóli er sigurvegari í árlegu íþróttamóti grunnskólanna í Hafnarfirði sem fram fór í gær, miðvikudaginn 9. maí, í keppninni fyrir skólaárið 2016-2017. Skólinn hlaut 31 stig af 48 mögulegum. Í öðru sæti varð Víðistaðaskóli með 28 stig og Áslandsskóli í þriðja sæti með 27 stig.

Setbergsskóli er sigurvegari í árlegu íþróttamóti
grunnskólanna í Hafnarfirði sem fram fór í gær, miðvikudaginn 9. maí, í
keppninni fyrir skólaárið 2016-2017. Skólinn hlaut 31 af 48 mögulegum. Í öðru
sæti varð Víðistaðaskóli með 28 stig og Áslandsskóli í þriðja sæti með 27 stig
svo mikið jafnræði er milli skóla eins og sjá má og litlu muna um úrslit.

Keppnisgreinar í ár voru handbolti, fótbolti, bandí og
frjálsar íþróttir (langstökk, 200 m hlaup og 400m boðhlaup). Veitt voru verðlaun
fyrir efsta sætið í hverri keppnisgrein og til skólans sem sigraði keppnina. Í
einstaka greinum sigraði Áslandsskóli í frjálsum og handbolta, Hvaleyrarskóli í
bandí og Víðistaðaskóli í fótbolta. Það fór svo að Setbergsskóli sigraði í
heildarkeppninni þrátt fyrir að sigra ekki í neinni grein en lenti í öðru sæti
í þremur greinum.

Það
eru 9. bekkingar grunnskólanna sem keppa og í öllum liðum er blandað saman
strákum og stelpum eftir ákveðnum reglum. Við stigagjöf er fylgt ákveðnu kerfi
sem tryggir jafnræði milli greina í stigagjöfinni. Auk þess er keppt í
skemmtigreinum þar sem Hraunvallaskóli sigraði reiptogskeppnina og
Hvaleyrarskóli stígvélasparkskeppnina í ár. Keppnin fór fram í Kaplakrika en
skipst er á að halda keppnina þar og á Ásvöllum. Það eru íþróttakennarar grunnskólanna sem stýra keppninni og
eiga þeir þakkir skildar fyrir stjórn hennar í ár líkt og undanfarin ár.
Keppnin hefur verið haldin síðan árið 2009 og er þetta því níunda skipti sem
þessi keppni hefur verið haldin með þessu fyrirkomulagi. 

Íþróttadagurinn er stór og skemmtilegur dagur í lífi 9. bekkinga í grunnskólum Hafnarfjarðar, hegðun nemenda ávallt til fyrirmyndar og mikill metnaður í leikjum.

Ábendingagátt