Beggubúð og færanleg ör-jólasýning

Fréttir

Byggðasafn Hafnarfjarðar tekur ávallt virkan þátt í aðventustemningunni í miðbæ Hafnarfjarðar, enda á besta stað í jólabænum. Að venju eru gluggar Beggubúðar, sem staðsett er í portinu á bak við Pakkhúsið, skreyttir jólaljósum og öðrum munum frá gamalli tíð og geta gestir og gangandi komist í notalegt nostalgíukast þar.

Jólaljós og munir frá gamalli tíð

Byggðasafn Hafnarfjarðar tekur ávallt virkan þátt í aðventustemningunni í miðbæ Hafnarfjarðar, enda á besta stað í jólabænum. Að venju eru gluggar Beggubúðar, sem staðsett er í portinu á bak við Pakkhúsið, skreyttir jólaljósum og öðrum munum frá gamalli tíð og geta gestir og gangandi komist í notalegt nostalgíukast þar. Hin vinsæla og rótgróna jóladagskrá safnsins fyrir leikskólabörn er á sínum stað þar sem þau hitta algjöran jólasvein.

Þemasýningin Hafnarfjarðarlögreglan, hraustir menn og áræðnir stendur yfir í Pakkhúsinu auk þess sem þeirri nýjung hefur verið hrundið af stað í ár að bjóða upp á færanlega ör-jólasýningu, sýningarskáp á hjólum sem ber anda og merki jólanna og staðsettur er í verslunarmiðstöðinni Firði á opnunartíma Fjarðar. Sýningar byggðasafnsins í húsum safnsins að Vesturgötu 6 eru opnar á laugardögum og sunnudögum frá kl. 11 – 17 alla aðventuhelgarnar. Að sjálfsögðu er frítt inn líkt og allt árið um kring.

Jólablað Hafnarfjarðar 2023

Þessi umfjöllun er hluti af efni í jólablaði Hafnarfjarðar 2023. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Jólablað Hafnarfjarðar er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið opnar ár hvert og er dreift 72.500 eintökum. Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, gestum og gangandi, og varpa ljósi á hlýleikann og fjölbreytileikann sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í Hafnarfirði.

Jólablaðið er aðgengilegt í Fjarðarkaupum, Firði verslunarmiðstöð, þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Byggðasafni Hafnarfjarðar og í sundlaugum bæjarins.

Jólablað Hafnarfjarðar 2023 

Allt um jólabæinn Hafnarfjörð 

Ábendingagátt