Sigurvegarar dorgveiðikeppninnar

Fréttir

Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði stóðu fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju á miðvikudag. Rúmlega 300 veiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á bryggjuna og veiddu tæplega 100 fiska. Á færin komu hin ýmsu sjávardýr eins og koli, ufsi, marhnútar og krossfiskur.

Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði stóðu fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju á miðvikudag. Rúmlega 300 veiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á bryggjuna og veiddu tæplega 100 fiska. Á færin komu hin ýmsu sjávardýr eins og koli, ufsi, marhnútar og krossfiskur.

Hörður Rafnar Auðarson Pálmarsson veiddi  einhverskonar burstaorm og fékk verðlaun fyrir furðufiskinn. Aníta Ósk Hilmarsdóttir og Karen Guðmundsdóttir veiddu stærsta fiskinn, kola sem vó 363 grömm og saman veiddu þær tvo fiska og sigruðu keppnina um flesta fiska því allir aðrir kræktu bara í einn fisk. Tómstund fór heim með farandverðlaunagrip fyrir flesta fiska pr. námskeið.

Rapala gaf sigurvegurunum veiðistangasett og verðlaunahafar fengu eignabikar.
Keppendur fengu veiðarfæri og beitu á keppnisstað og leiðbeinendur íþrótta- og leikjanámskeiðanna voru með öfluga gæslu ásamt Siglingaklúbbnum Þyt sem var með björgunarbát á svæðinu. 

Mbl.is tók skemmtilegar myndir á keppninni
RÚV tók viðtal við unga veiðimenn veiða furðufiska - myndband
Fréttastofa Stöðvar 2 náði myndum af syngjandi kátum sigurvegurum keppninnar

Ábendingagátt