Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni ljósir

Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði fór fram í Hásölum í dag.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði fór fram í Hásölum í dag en fresta þurfti keppninni vegna veðurs frá þriðjudeginum síðasta. Hátíðin var falleg og ljúf að venju og erfitt að velja sigurvegara. Sigurvegara varð þó að velja. Í þriðja sæti varð Gunnar Árnason úr Setbergsskóla og í öðru sæti Katla Sif Snorradóttir úr Áslandsskóla. Sigurvegari varð Eygló Ylfa Jóhannesdóttir úr Víðistaðaskóla.

Sigurvegarar minni mynd, Eygló í miðjunni. Sigurvegar hér neðar ásamt skólastjórum sínum.

Mynd af sigurvegurunum

Ábendingagátt