Símafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar í apríl 

Fréttir

Það er komið að því. Símafrí er nú í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. Það hófst í dag og verður í apríl. Tilgangur þess er að efla góð samskipti milli nemenda, auka einbeitingu í námi og forðast óþarfa truflanir í skólastarfinu. Símafríið er tilraunaverkefni innan skólanna sem gæti fengið vængi.

 

Símarnir þagna og samtalið hefst!

Símafrí verður í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar í apríl. Tilgangur frísins frá símanum er að efla góð samskipti milli nemenda, auka einbeitingu í námi og forðast óþarfa truflanir í skólastarfinu. Símafríið er tilraunaverkefni innan skólanna sem gæti fengið vængi.

Símafrí í öllum grunnskólum bæjarins var tillaga foreldraráðs Hafnarfjarðar sem lögð fram á fundi foreldraráðs Hafnarfjarðar þann 21. febrúar 2024. Það var samþykkt sem tilraunaverkefni í apríl 2024 til reynslu og nær til nemenda í 1.-10. bekk. Nemendurnir munu því ekki hafa símana uppivið á skólatíma í apríl, það er:

  • ekki í kennslustundum eða frímínútum
  • á göngum eða skólalóð

Símar verða því geymdir á hljóðlausri stillingu í skólatösku geti hann ekki verið heima meðan á skóladeginum stendur og ætlast til að hann sé ósnertur fram að lok skóladags. En símafríið nær ekki aðeins um símana, heldur nær þetta tilraunaverkefni einnig til sjaldtölvunotkunar aðra en þá sem skólinn stendur fyrir í daglegu skólastarfi. Í aðdraganda ákvörðunarinnar var tillagan kynnt og haft um hana samráð við ungmennaráð Hafnarfjarðar og skólastjóra grunnskóla sem studdu hana.

Samræmdar símareglur fyrir skólana í apríl

Reglur um símanotkun eru til í hverjum grunnskóla Hafnarfjarðar í einhverri útfærslu í dag og er útfærsla þess í höndum hvers skóla. Þær mismunandi reglur eru skerptar með þessu tilraunverkefni um símafrí í öllum grunnskólunum óháð reglum sem þegar eru í gildi í hverjum skóla. Meðan á símafríinu stendur hefur verið hvatt til aukins framboðs á afþreyingu í frímínútum og tómstundum á skólatíma auk almennra jákvæðra samskipta í raunheimum milli nemenda.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar hvetur foreldra til að taka virkan þátt í símafríinu í apríl, hvatning sem við getum öll tekið til okkar.

Ábendingagátt