Símtalagögn tóku eingöngu til númera sem bærinn greiðir að fullu

Fréttir

Gögn frá Vodafone til Hafnarfjarðarbæjar tóku ekki til símanúmera þar sem þak er á greiðsluþátttöku Hafnarfjarðarbæjar og náðu því til mun færri símanúmera en áður hefur komið fram í fjölmiðlum.

Í tilefni af umræðu um athugun Hafnarfjarðarbæjar á símtölum úr símkerfi bæjarins vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri:

Gögn frá Vodafone til Hafnarfjarðarbæjar tóku ekki til símanúmera þar sem þak er á greiðsluþátttöku bæjarins og náðu því til mun færri símanúmera en áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 

Í yfirlýsingu Vodafone til bæjarins, segir m.a. að gögnin hafi einungis náð til símanúmera sem Hafnarfjarðarbær er áskrifandi og greiðandi að fullu. Í því felst að þau tóku ekki til númera sem bærinn greiðir að hluta en það er sú regla sem gildir almennt um farsíma starfsmanna og kjörinna fulltrúa.

Í framhaldi af kvörtun til Persónuverndar kom í ljós, samkvæmt upplýsingum frá Vodafone, að gögnin voru mun afmarkaðri en áður hefur komið fram. Þar sem þeim hafði verið eytt var Hafnarfjarðarbæ ekki unnt að ganga úr skugga um það en yfirlýsing Vodafone leiðir hið rétta í ljós. 

Yfirlýsing frá Vodafone , 25. febrúar 2015

„Það staðfestist hér með að þau símtalagögn sem send voru til Hafnarfjarðarbæjar voru einungis gögn þar sem Hafnarfjarðarbær er áskrifandi og greiðandi að fullu. Jafnframt er staðfest að fyrirkomulag við sendingu gagnanna var í fullu samræmi við verklagsreglur Fjarskipta hf. (Vodafone) þar sem fyllsta öryggis var gætt við meðhöndlun og afhendingu gagnanna.“

Ábendingagátt