Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Skemmtiferðin er framtak sem Snorri Már Snorrason hefur staðið fyrir frá árinu 2012. Framtakinu er ætlað að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar fyrir alla og þá ekki síst þá sem eru að berjast við hvers kyns sjúkdóma. Skemmtiferðin er nú farin af stað með skemmtilega sipp-áskorun sem öll geta tekið þátt í.
Skemmtiferðin er framtak sem Snorri Már Snorrason hefur staðið fyrir frá árinu 2012 þegar hann fór sjálfur fyrst hjólandi hringveginn undir merkjum Skemmtiferðarinnar. Framtakinu er ætlað að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar fyrir alla og þá ekki síst þá sem eru að berjast við hvers kyns sjúkdóma. Snorri Már var greindur með Parkinson árið 2004 og berst fyrir lífi sínu með reglulegri hreyfingu. Þannig reynir hann að hámarka lífsgæði sín og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama með einföldum og skemmtilegum hætti eins lengi og mikið og lífið leyfir. Skemmtiferðin er nú farin af stað með lauflétta og skemmtilega sipp-áskorun sem öll geta tekið þátt í.
Skemmtiferðin ætlaði að fara um landið þetta árið og heimsækja öll skíðasvæðin en sökum snjóleysis fór loftið fljótt út þeirri blöðru. Aðstandendur ákváðu í staðinn að sippubandið yrði þemað fyrir sumarið 2023 og hvetja landsmenn alla til að taka upp sippubandið og byrja að sippa. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar fékk sipp-áskorun frá Skemmtiferðinni og við tók tveggja daga sipp um ganga og sali tónlistarskólans. Eiríkur Stephensen skólastjóri tónlistarskólans afhenti svo sippubandið áfram til mannauðsdeildar Hafnarfjarðarbæjar sem staðsett er í Ráðhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 6. Síðustu daga hafa sipparar sést víða um ganga ráðhússins og í dag var sippubandið afhent áfram til starfsfólks á Bókasafni Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær hefur verið heilsueflandi vinnustaður síðan 2022 og heilsueflandi samfélag síðan 2015 og tekur því áskoruninni fagnandi.
Sipp-áskorunin er einföld og leikurinn nokkuð léttur og hefst þegar tekið hefur verið við sippubandinu. Einstaklingar eða hópar æfa sig í sippinu í tvo daga og svo er skorað á aðra með því að afhenda sippubandið áfram. Hægt er að skora á vinnustaði, vinahópa, saumaklúbba, bókaklúbba og fleira. Skemmtiferðin setur engar kröfur um getu, magn eða hraða. Eina krafan er að reyna og vera með. Þið sendið tölvupóst á netfangið: hringferd@gmail.com þar sem fram kemur nafnið á þátttökuhópi og síðan á hvern skorað er. Hvatningu með hreyfingunni er sérstaklega beint til þeirra sem eru að berjast við Parkinson og á sama tíma er athygli vakin á þeirri baráttu sem greindir þurfa að heyja á degi hverjum. Í þeirri daglegu baráttu er dýrmætt að búa að innri orku og viljastyrk.
Parkinson er sá tauga- og hrörnunarsjúkdómur sem vex hvað hraðast meðal taugasjúkdóma í dag. Með reglubundinni hreyfingu er hægt að halda ákveðnum einkennum í skrefjum eins og orkuleysi, krampa, hægari hreyfigetu, jafnvægisleysi, drift, þunglyndi og áhugaleysi svo eitthvað sé nefnt. Parkinsonsamtökin, sem eru til húsa í 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, hafa reynst mörgum algjör lífsbjörg í baráttu við sjúkdóminn. Þar má sækja ráðgjöf, stuðning, þjálfun og dagdvöl með sérhæfðri endurhæfingu. Í Lífsgæðasetri má í dag finna skapandi samfélag einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með áherslu á heilsu, samfélag og nýsköpun.
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…