Sjóður til eflingar á tónlistarlífi í bænum

Fréttir

Stjórn sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði, þá einkum til eflingar sönglífs í bænum, og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2022.

Sjóður Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur

Stjórn sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði, þá einkum til eflingar sönglífs í bænum, og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2022.

Sjóður til eflingar tónlistarlífi í Hafnarfirði

Í erfðaskrá frá 1960 arfleiddu hjónin Friðrik Bjarnason og Guðlaug Pétursdóttir Hafnarfjarðarbæ af miklum hluta eigna sinna og mæltu svo fyrir að bækur og munir skyldu varðveittar í bókasafninu og að stofnaður væri sjóður til að „efla tónlistarlíf í Hafnarfirði með þeim hætti er best þykir fara hverju sinni, þó einkum til eflingar sönglífs í bænum“, og „styrkja nemendur til tónlistarnáms og fræðimenn í tónlist“. Styrkveiting fer fram á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember.

Stjórn sjóðsins skipa:

  • Andrés Þór Gunnlaugsson
  • Helga Loftsdóttir
  • Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Sótt er um á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Umsækjandi skal gefa greinargóða lýsingu á námi sínu eða fyrirhuguðu verkefni. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á: menning@hafnarfjordur.is

Hægt er að fræðast um Friðrik og Guðlaugu á ismus.is

Ábendingagátt