Sjómannadagurinn

Fréttir

Sjómannadagurinn er jafnan stór dagur í Hafnarfirði og er hann haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert. Hér er hægt að skoða dagskrá dagsins.

Sjómannadagurinn er jafnan stór dagur í Hafnarfirði og er hann haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert.

Dagskrá:

Kl. 8 Fánar dregnir að húni.

Kl. 10 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu.

Kl. 10.30 Blómsveigur lagður að minnisvarða við

Víðistaðakirkju um horfna sjómenn

Kl. 11 Sjómannamessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Kl. 13-16  Hátíðardagskrá Flensborgarhöfn:

Kl. 13-16  Skemmtisigling fjölskyldunnar – lagt af stað á hálftíma fresti

Kl.  13:30 Brúðubíllinn skemmtir krökkunum og fjölskyldum þeirra.

Kl. 14:30  Kappróður.  Fjöldi sveita keppir um hinn eftirsótta róðrarbikar

Kl. 14-16  Setning, heiðrun og skemmtidagskrá á sviði:

 

13:50 Lúðrasveit Hafnarfjarðar

14:00  Setning, heiðrun sjómanna

14:30 Einar Mikael sýnir töfrabrögð

14:50 Listdansskóli Hafnarfjarðar

15:05 Solla stirða og íþróttaálfurinn

15:30 Dasbandið og verðlaunaafhending í kappróðrarkeppni.

 

Á hátíðarsvæðinu verður slökkvibíll og búnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til sýnis, leiktæki Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og fiskisúpa í boði Matbæjar. Þá verður boðið upp á einstakt listflug Björns Thoroddsen og þyrla sýnir björgunaraðgerð.   

Í Hafnarborg stendur yfir vinnustofan; „Þinn staður, okkar umhverfi við Flensborgarhöfn“ og tengist verkefnið nýju skipulagi svæðisins og því viðeigandi að kynna sér þá sýningu á Sjómannadaginn.

Kíktu til okkar og í kaffi til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Kl. 20 Tónleikar í Hafnarborg með alþjóðlegum tangóhóp sem leikur tangóa eftir Astor Piazzolla og fleiri.  Guido Bäumer, saxófónn, Aladár Rácz píanó, Hávarður Tryggvason kontrabassi og Krzysztof Olczak harmónikka. Miðaverð 2000 kr., 1000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

Ábendingagátt