Sjómannadagurinn í Hafnarfirði 2021

Fréttir

Hátíðarhöld í Hafnarfirði á Sjómannadaginn 6. júní verða með óhefðbundnu sniði vegna samkomutakmarkana.

Þar sem samkomutakmarkanir eru enn í gildi verða hátíðarhöld við Flensborgarhöfn á Sjómannadaginn 6. júní enn með óhefðbundnum hætti. Þrátt fyrir það hvetjum við Hafnfirðinga og gesti þeirra til þess að gera sér ferð niður að höfn og njóta þess sem höfnin, sem bærinn er kenndur við, hefur upp á að bjóða.

Fiskasýning Hafrannsóknastofnunar verður á svæðinu fyrir framan höfuðstöðvar stofnunarinnar á Háabakka. Hægt verður að skoða sýnishorn af fiskum og hryggleysingjum, allt frá algengum nytjafiskum eins og þorski og ýsu til sjaldséðari tegunda eins og tunglfisks og bjúgtanna.

Siglingaklúbburinn Þytur býður uppá opið hús og siglingar á kajökum og árabátum. Í hlýlegum verslunum og listagalleríum við höfnina er hægt að nálgast hönnun og handverk hafnfirskra listamanna, vinalegir veitingastaðir og kósý kaffihús í nágrenni hafnarinnar eru rómuð fyrir góðar veitingar og Litli-Ratleikur Hafnarfjarðar leiðir áhugasama um spennandi staði í nágrenni hafnarinnar sem tilvalið er að skoða.

Á Strandstígnum hefur verið komið fyrir nýrri ljósmyndasýningu Byggðasafnins um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, í Bookless Bungalow er sýning um tímabil erlendu útgerðanna, í Siggubæ er hægt að sjá sýnishorn frá heimili sjómanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar og í Pakkhúsinu hefur opnað ný sýning um kaupmanninn á horninu.

Fögnum sjómannadeginum með heimsókn á höfnina í ár!

SJÓMANNADAGURINN 2021 – viðburður á Facebook

Hátíðardagskrá

  • Kl. 8:00 Fánar dregnir að húni á hátíðarsvæði við höfnina
  • Kl. 10:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu
  • Kl. 10:30 Blómsveigur lagður að minnisvarða við Víðistaðakirkju um horfna sjómenn
  • Kl. 11:00 Sjómannamessa, heiðrun sjómanna og ferming í Fríkirkjunni

Flensborgarhöfn

  • Kl. 11-17 Fiskasýning Hafrannsóknastofnunar á Háabakka. Sýnishorn af fiskum og hryggleysingjum. Allt frá algengum nytjafiskum eins og þorski og ýsu til sjaldséðari tegunda eins og tunglfisks og bjúgtanna.
  • Kl. 11-17 Sterkasti maður á Íslandi 2021! Aflraunamenn etja kappi við hrikalegar aflraunir á Óseyrarbryggju. Kl. 11 Trukkadráttur. Kl. 13 Drumbalyfta. Kl. 16 Blönduð grein
  • Kl. 13-17 Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt. Kajakar og árabátar tiltækir og búningsaðstaða fyrir þá sem blotna.
  • Kl. 13-14 Kappróðrarkeppni

Opnar vinnustofur listamanna, verslanir og veitingastaðir

Stræti og torg

  • Kl. 14-15:30 Þorri, Þura og Bergrún Íris – fjölskylduviðburður í Hellisgerði. Skemmtiatriði, blöðrur og teikningar fyrir börnin.
  • Margrét Arnardóttir harmonikkuleikari og Gunnella Hólmarsdóttir leikkona flytja þjóðlega tóna víðsvegar um bæinn.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

  • Ljósmyndasýning á Strandstígnum um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
  • Pakkhúsið, Vesturgata 6, opið 11:00 – 17:00. Þar er meðal annars sýningin „Þannig var…“ þar sem saga sjávarþorpsins Hafnarfjarðar er rakin frá landnámi til okkar daga.
  • Bookless Bungalow, Vesturgata 32, opið 11:00 – 17:00. Sýning um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar á heimili þeirra Booklessbræðra.
  • Siggubær, Kirkjuvegur 10, opið 11:00 – 17:00. Bærinn er varðveittur sem sýnishorn af heimili sjómanna í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar, þar sem hægt er að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.

 

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast. Við biðjum gesti að virða fjöldatakmörk á viðburðasvæðum, tveggja metra nálægðarmörk og huga að einstaklingsbundnum smitvörnum og nota andlitsgrímur þegar við á.

 

———————————-
ENGLISH
———————————-

Fishermen´s Day is celebrated in Hafnarfjörður harbour for small boats on the first Sunday in June.

  • 10:00 Hafnarfjörður brass band at Hrafnista
  • 10:00 Memorial service at the memorial for missing sailors at Víðistaðakirkja
  • 11:00 Honouring of sailors and confirmation mass at Fríkirkjan

Festival programme by the harbour for small boats (Flensborgarhöfn)

  • 11:00-17:00 Marine & freshwater Research Institute puts a large variety of sea creatures on display in tubs at Háibakki
  • 11:00-17:00 Strongest men in Iceland competitions
  • 13:00-17:00 The local sailing club Þytur hosts an open house and lets families try rowboats and kayaks
  • 13:00-14:00 Traditional rowing

Restaurants, shops and Artists by the harbour

  • 11:00-16:00 Loforð
  • 12:00-17:00 Soffía’s Sæmundsdóttir, the painter by the harbour, exhibition will come to an end.
  • 13:00-17:00 Íshús Hafnarfjarðar. Open workshops.
  • 13:00-17:00 Cake buffet at Kænan restaurant.

Other places

  • 11:00-17:00 Hafnarfjörður Heritage museum‘s are open
  • 14:00-15:30 Þorri og Þura family event at Hellisgerði

The Fishermen’s Day has been celebrated in Hafnarfjörður since 1953 to honour those who work at sea and in the fishing industry in Iceland.

Ábendingagátt