Sjómannadegi fagnað með skemmtidagskrá

Fréttir

Sjómannadeginum í Hafnarfirði verður fagnað með skemmtidagskrá við Flensborgarhöfn kl. 13-17 sunnudaginn 12. júní. Fjórar sveitir eru skráðar í kappróður sem hefst kl. 13, vinnustofur listamanna við höfnina verða opnar gestum og gangandi og björgunarleiktæki Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða á sínum stað. Hjá Siglingaklúbbnum Þyt verður hægt að prófa kajaka og árabáta og fiskasýning Hafrannsóknastofnunar verður á svæðinu fyrir framan höfuðstöðvar stofnunarinnar á Háabakka. 

Fögnum Sjómannadeginum með ferð á höfnina í Hafnarfirði 

Sjómannadeginum í Hafnarfirði verður fagnað með
skemmtidagskrá við Flensborgarhöfn kl. 13-17 sunnudaginn 12. júní. Fjórar
sveitir eru skráðar í kappróður sem hefst kl. 13, vinnustofur listamanna við
höfnina verða opnar gestum og gangandi og björgunarleiktæki Björgunarsveitar
Hafnarfjarðar verða á sínum stað. Hjá Siglingaklúbbnum Þyt verður hægt að prófa
kajaka og árabáta og fiskasýning Hafrannsóknastofnunar verður á svæðinu fyrir
framan höfuðstöðvar stofnunarinnar á Háabakka. Hægt verður að skoða sýnishorn af
fiskum og hryggleysingjum, allt frá algengum nytjafiskum eins og þorski og ýsu
til sjaldséðari tegunda, og boðið uppá opið hús á fyrstu hæð þar sem hægt
verður að kynna sér kvarnir og ljósátu. 

Fjölbreytt dagskrá í boði

Hafnarfjarðarhöfn býður uppá skemmtisiglingu á hálftíma fresti,
Björgunarsveit Hafnarfjarðar setur upp björgunarleiktæki, kajakar og árabátar
verða tiltækir hjá siglingaklúbbnum Þyt, skemmtidagskrá fer fram við
Flensborgarhöfn og aflraunamenn etja kappi og sterkasti maður á Íslandi verður
krýndur í lok dags. Á Strandstígnum hefur verið komið fyrir nýrri
ljósmyndasýningu Byggðasafnins, í Bookless Bungalow er sýning um tímabil
erlendu útgerðanna og í Siggubæ er hægt að sjá sýnishorn frá heimili sjómanna í
Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar.

Aðstandendur hátíðarhaldanna hvetja Hafnfirðinga og gesti
til þess að gera sér ferð niður að höfn og fagna Sjómannadeginum og njóta þess
sem höfnin, sem bærinn er kenndur við, hefur upp á að bjóða. 

Hægt er að kynna
sér heildardagskránna á hfj.is/sjomannadagur

Ábendingagátt