Skákmót á netinu fyrir alla skóla í Hafnarfirði

Fréttir

Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur ákveðið að blása að nýju til sóknar í skákinni og halda áfram þar sem frá var horfið í vor. Frá og með laugardeginum 17. október verður boðið upp á netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri á laugardögum kl. 11. Mun þetta gilda í það minnsta á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri.

 

Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur ákveðið að blása að nýju til sóknar í skákinni og halda áfram þar sem frá var horfið í vor.  Frá og með laugardeginum 17. október verður boðið upp á netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri á laugardögum kl. 11. Mun þetta gilda í það minnsta á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri.

Skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt (mjög einfalt):

  1. Búa til aðgang á https://www.chess.com/ (frítt)
  2. Gerast meðlimur í hópnum “Hafnarfjörður -skólar” 
  3. Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast. Mótin eru einnig auglýst á forsíðu hópsins inn á chess.com

Gott er að klára fyrstu tvö skrefin sem fyrst. Mælt er með að þið notið venjulega borðtölvu eða fartölvu þar sem chess.com smáforritið virkar ekki í mótum.

Skákmót á netinu í boði alla laugardaga frá kl. 11-12

Tenglar eru uppfærðir inni á síðunni Hafnarfjörður-skólar á chess.com vikulega.

Skák eflir skóla

Mikill fjöldi rannsókna liggur fyrir um það með hvaða hætti skák styrkir nemendur og eflir skólastarf. Þessar rannsóknir sýna með sannfærandi hætti fram á hversu öflugt tæki regluleg og kerfisbundin iðkun skáklistar í skólum er fyrir nemendur og almennt skólastarf. Margvíslegar greiningar liggja fyrir um það hvernig skák styrkir ólíka færni í námi einstaklinga á mismunandi sviðum. Dæmi um færni eru aukin námsgeta, einbeiting, ímyndunarafl og sjónminni, forsjálni, ákvarðanataka, greining á úrlausnarefnum, óhlutbundin hugsun, áætlanagerð, fjölþættar lausnir og þrautseigja og félagsleg tengsl og samheldni. 

Sjá nánar niðurstöður nefndar um gildi skákkennslu í skólum

Ábendingagátt