Skapandi sumarstörf 2021 halda áfram að gefa

Fréttir

Stuttmyndin “Kílómetrar” sem er skrifuð, leikstýrð, leikin, klippt og hljóðblönduð af Óla Gunnari Gunnarssyni og Vilbergi Andra komst inn á stuttmyndahátíðina “New York Indie Short Awards” og var frumsýnd þar á dögunum. Óli Gunnar og Vilberg Andri eru hluti af hópi þeirra ungmenna sem unnu við skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021. Í lok myndar má heyra fallegt frumsamið lag eftir Vilberg Andra sem hann bæði syngur og spilar. Lagið heitir í höfuðið á myndinni og kemur út á Spotify í febrúar.

Stuttmyndin Kílómetrar frumsýnd á stuttmyndahátíð í New York

Stuttmyndin “Kílómetrar” sem er skrifuð, leikstýrð og leikin af Óla Gunnari Gunnarssyni og Vilbergi Andra komst inn á stuttmyndahátíðina “New York Indie Short Awards” og var frumsýnd þar á dögunum. Óli Gunnar og Vilberg Andri eru hluti af hópi þeirra ungmenna sem unnu við skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021. Í lok myndar má heyra fallegt frumsamið lag eftir Vilberg Andra sem hann bæði syngur og spilar. Lagið heitir í höfuðið á myndinni og kemur út á Spotify í febrúar.

Kílómetrar fjallar um tvo vini á kveðjustund

Kílómetrar fjallar um tvo bestu vini sem eru að halda í ólíkar áttir í lífinu og eru að kveðjast á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra er á leið í nám erlendis og ætlar að búa sér til nýtt líf á nýjum stað. Hinn er áfram á Íslandi, er að flytja inn með kærustunni og í atvinnuleit. Handrit er lauslega byggt á eigin reynslu þeirra félaga við að vaxa úr grasi á Íslandi og standa frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun og stóra skrefi fyrir ansi marga; að flytja út eða ekki? Stuttmyndin er ein löng sena sem gerist í einum bíl í einu skoti. Reynsluboltinn Eiríkur Ingi Böðvarsson sá um upptöku og eftirvinnslu og Brynjar Unnsteinsson um hljóðblöndun á myndinni.

Screenshot-2021-09-12-at-22.36.54

New York Indie Short Awards ” er fyrsta stuttmyndahátíðin sem sýnir myndina og vonandi upphafið af vegferð fleiri sýninga á hátíðum ársins 2022. Vonir standa til þess að myndin nái inn á nokkrar hátíðir á Íslandi í haust.

Screenshot-2021-09-12-at-22.35.01

Hverjir eru Óli Gunnar og Vilberg Andri?

Óli Gunnar og Vilberg Andri kynntust á listabraut í Verslunarskóla Íslands og náðu strax vel saman í gegnum leiklistina og voru m.a. saman í vídeónefndinni Rjómanum. Eftir útskrift úr Versló tók við tími þar sem þeir félagarnir mátuðu sig í hin ýmsu verkefni tengd leiklist og tóku þátt í uppsetningu á verkum. Þannig setti Óli Gunnar m.a. upp Fyrsta Skiptið í Gaflaraleikhúsinu ásamt fleirum áður en hann komst í leiklistarskólann Rose Bruford í Englandi. Vilberg fékk á svipuðum tíma inngöngu í leiklistarskólann LAMDA í London. Sumarið 2021 vantaði þá félaga sumarvinnu og þráðu ekkert heitar en að vinna við verkefni tengt listum og sköpun. Þeir fengu inn í Skapandi störf hjá Hafnarfjarðarbæ og nýttu sumarið til að skrifa, leika og útfæra hugmynd sína að stuttmynd innan um hóp skapandi einstaklinga.

Screenshot-2021-09-13-at-12.45.18

Skapandi sumarstörf eru hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar – níu verkefni sumarið 2021

Skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ eru hluti af sumarstarfi Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Skapandi sumarstörf eru auglýst sérstaklega að vori og býðst einstaklingum og hópum að skila inn með umsókn sinni hugmyndum að skapandi verkefnum sem eru til þess fallin að glæða bæinn enn meira lífi yfir sumartímann, gera hann enn skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Horft er sérstaklega til fjölbreytileika verkefna og þess að þau höfði til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Valdir hópar fá svo tækifæri til að lífga upp á mannlíf og skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Hóparnir voru með aðsetur í ungmennahúsinu Hamrinum.

Fleiri fréttir af skapandi sumarstörfum sumarið 2021 

Ábendingagátt