Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Stuttmyndin „Kílómetrar“ sem er skrifuð, leikstýrð, leikin, klippt og hljóðblönduð af Óla Gunnari Gunnarssyni og Vilbergi Andra komst inn á stuttmyndahátíðina „New York Indie Short Awards“ og var frumsýnd þar á dögunum. Óli Gunnar og Vilberg Andri eru hluti af hópi þeirra ungmenna sem unnu við skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021. Í lok myndar má heyra fallegt frumsamið lag eftir Vilberg Andra sem hann bæði syngur og spilar. Lagið heitir í höfuðið á myndinni og kemur út á Spotify í febrúar.
Stuttmyndin „Kílómetrar“ sem er skrifuð, leikstýrð og leikin af Óla Gunnari Gunnarssyni og Vilbergi Andra komst inn á stuttmyndahátíðina „New York Indie Short Awards“ og var frumsýnd þar á dögunum. Óli Gunnar og Vilberg Andri eru hluti af hópi þeirra ungmenna sem unnu við skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021. Í lok myndar má heyra fallegt frumsamið lag eftir Vilberg Andra sem hann bæði syngur og spilar. Lagið heitir í höfuðið á myndinni og kemur út á Spotify í febrúar.
Kílómetrar fjallar um tvo bestu vini sem eru að halda í ólíkar áttir í lífinu og eru að kveðjast á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra er á leið í nám erlendis og ætlar að búa sér til nýtt líf á nýjum stað. Hinn er áfram á Íslandi, er að flytja inn með kærustunni og í atvinnuleit. Handrit er lauslega byggt á eigin reynslu þeirra félaga við að vaxa úr grasi á Íslandi og standa frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun og stóra skrefi fyrir ansi marga; að flytja út eða ekki? Stuttmyndin er ein löng sena sem gerist í einum bíl í einu skoti. Reynsluboltinn Eiríkur Ingi Böðvarsson sá um upptöku og eftirvinnslu og Brynjar Unnsteinsson um hljóðblöndun á myndinni.
“ New York Indie Short Awards “ er fyrsta stuttmyndahátíðin sem sýnir myndina og vonandi upphafið af vegferð fleiri sýninga á hátíðum ársins 2022. Vonir standa til þess að myndin nái inn á nokkrar hátíðir á Íslandi í haust.
Óli Gunnar og Vilberg Andri kynntust á listabraut í Verslunarskóla Íslands og náðu strax vel saman í gegnum leiklistina og voru m.a. saman í vídeónefndinni Rjómanum. Eftir útskrift úr Versló tók við tími þar sem þeir félagarnir mátuðu sig í hin ýmsu verkefni tengd leiklist og tóku þátt í uppsetningu á verkum. Þannig setti Óli Gunnar m.a. upp Fyrsta Skiptið í Gaflaraleikhúsinu ásamt fleirum áður en hann komst í leiklistarskólann Rose Bruford í Englandi. Vilberg fékk á svipuðum tíma inngöngu í leiklistarskólann LAMDA í London. Sumarið 2021 vantaði þá félaga sumarvinnu og þráðu ekkert heitar en að vinna við verkefni tengt listum og sköpun. Þeir fengu inn í Skapandi störf hjá Hafnarfjarðarbæ og nýttu sumarið til að skrifa, leika og útfæra hugmynd sína að stuttmynd innan um hóp skapandi einstaklinga.
Skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ eru hluti af sumarstarfi Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Skapandi sumarstörf eru auglýst sérstaklega að vori og býðst einstaklingum og hópum að skila inn með umsókn sinni hugmyndum að skapandi verkefnum sem eru til þess fallin að glæða bæinn enn meira lífi yfir sumartímann, gera hann enn skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Horft er sérstaklega til fjölbreytileika verkefna og þess að þau höfði til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Valdir hópar fá svo tækifæri til að lífga upp á mannlíf og skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Hóparnir voru með aðsetur í ungmennahúsinu Hamrinum.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…