Skapandi sumarstörf 2022

Fréttir

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti.

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti.

Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Sex fjölbreytt og skapandi verkefni í ár

Í sumar eru sex hópar og/eða einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa. Meðal þessara fjölbreyttra verkefna má nefna hlaðvarpsþátt, lagasmíði og flutning, myndlistarmann, barnabókahöfund og frumsaminn strengjakvartett. 

HLAÐVARPSÞÁTTURINN “KILJUHJAL” LÁRA DEBARÚNA ÁRNADÓTTIR / KOLBRÚN MARÍA MÁSDÓTTIR

Kiljuhjal er hlaðvarpsþáttur á vegum Kolbrúnar Maríu Másdóttur og Láru Debarúnu Árnadóttur. Vinkonurnar varpa ljósi á bækur eftir konur og er hugmyndin með Kiljuhjalinu að búa til eins konar bókaklúbb í formi hlaðvarps og er markmið þess að efla ungt fólk til bókalesturs. Kiljuhjal hóf samstarf við Storytel í júnímánuði og hélt úti glæsilegum gjafaleik í þeirra boði.

Screenshot-31-

 

Hægt er að fylgjast með vinkonunum hér:

KILJUHJAL Á INSTAGRAM: https://www.instagram.com/kiljuhjal/

KILJUHJAL á Spotify: https://open.spotify.com/show/7zcMR6srvqtidTt8uXkvwL

 

GÚA MARGRÉT BJARNADÓTTIR / “GÚA”

Gúa Margrét Bjarnadóttir eða “Gúa” er lagahöfundur, píanóleikari og söngkona. Verkefnið hennar í sumar er að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu. Hún vinnur að tónlistinni, semur lögin og tekur upp og vinnu ásamt því grafískt myndverk sem hreyfist í takt við hvert lag fyrir sig, er hannað algjörlega fyrir hvert lag og spilast í bakgrunni á stóru tjaldi þegar lögin eru flutt. Í júlí þegar lögin eru tilbúin og mun hún ferðast um Hafnarfjörð vopnuð hljómborði og míkrafón og syngja lögin á kaffihúsum, verslunum og hjúkrunarheimilum ásamt því að halda útgáfutónleika í ungmennahúsi Hamarsins í september.

Screenshot-32-

 

MAGNÚS TREVENEN DAVÍÐSSON / “Kids on Holiday”

Magnús Trevenen Davíðsson er lagahöfundur, gítarleikari og söngvari sem kallar sig listamannsnafninu “Kids on Holiday”. Verkefnið Magnúsar í sumar er að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu þar sem hann semur öll lögin og tekur upp sjálfur og mun gefa lögin út í lok sumars. Magnús var áberandi í miðbæ Hafnarfjarðar þann 17. júní á Austurgötuhátíðinni þar sem hann söng og spilaði víðsvegar fyrir gesti og gangandi og sló í gegn þegar hann kom fram í kvöld dagskránni sama kvöld.

Screenshot-33-Screenshot-34-

 

BARNABÓK (JÓLADAGATAL Á BÓKAFORMI) HRAFNHILDUR EMMA BJÖRNSDÓTTIR / “HREMMA”

Hrafnhildur Emma Björnsdóttir, “HREMMA”, er Hafnfirsk listakona og rithöfundur. Hremma vinnur að því í sumar að skrifa og myndskreyta jóladagatalið Katla og Leó bjarga jólunum og setja það yfir á bókaform. Hugmyndin hefur þróast mikið frá fæðingu, það sem fyrst var ætlað sem sjónvarpsefni varð að bók, síðan að teiknimyndasögu og nú aftur að bók.

Bókin „Katla og Leó bjarga jólunum“ fjallar um ævintýri systkinanna, Kötlu og Leó, og pabba þeirra, Grím og Kára, í aðdraganda jólanna. Fjölskyldan kveikir á fjórum aðventukertum, verslar jólagjafir í Kringlunni og krakkarnir fá gjafir í skóinn frá 13 þekktum bræðrum. Systkinin komast að leyndarmáli jólasveinanna og uppgötva að jólin eru í hættu. Einnig koma við sögu jarðhræringar, björgunarleiðangur og tilraun Grýlu til að læra á snjallsíma.

Screenshot-41-Screenshot-37-

NÁNAR UM VERKEFNIÐ: https://sites.google.com/view/joladagatal/heim

FACEBOOK: https://www.facebook.com/katlaogleo/

INSTAGRAM: https://www.instagram.com/katla_og_leo/

 

FRUMSAMINN STRENGJAKVARTETT – “Hafnarfjörður” ÚLFUR ÞÓRARINSSON

Úlfur Þórarinsson víóluleikari og meðlimur Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins smíðar í sumar jómfrúarverkið sitt sem ber vinnuheitið “Hafnarfjörður”. Verkið er strengjakvartett í 4 köflum sem allir eru kenndir við Hafnfirska staði eða hluti. Úlfur mun flytja verkið í Gamla Apótekinu í Hafnarborg þann 18. Ágúst.

Screenshot-38-

 

MYNDLIST – “INSECTA HAFNARFJÖRÐUR” / SINDRI KRISTINSSON

Myndlistamaðurinn og listmálarinn Sindri Kristinsson málar í sumar skordýr í hinum ýmsu stærðum og gerðum á mismunandi form, annars vegar striga, steinplötur og pappír. Sindri mun sýna verkin við hátíðlega athöfn í Hafnarborg þann 18. ágúst nk. Sindri rannsakar viðfangsefni sitt hverju sinni gaumgæfilega, les sér til um dýrin og kynnist þeim áður en hann glæðir þau lífi á myndum sínum. Við fáum að sjá allt aðra hlið á annar óvinsælum dýrum sem eru hin glæsilegustu í höndunum á Sindra.

Sama dag og Sindri frumsýnir verkin sín mun hann einnig taka þátt í frumflutningi frumsamins strengjakvartetts sem var nefndur hér á undan á vegum Skapandi sumarstarfa. Sindri er einnig fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.

 

Screenshot-40-Screenshot-36-

 

Það er því nóg um að snúast hjá þessum skapandi ungmennum og verður spennandi að fylgjast með framvindu þeirra í sumar. Nánar verður fjallað um hvert og eitt verkefni fyrir sig vikulega!

Ábendingagátt