Skapandi sumarstörf – Birta – Vefnaður vætta

Fréttir

Birta Bjarkardóttir starfar á vegum Skapandi sumarstarfa í ár að verkefninu Vefnaður vætta, sem snýst um að sauma fatnað huldufólks á umhverfisvænan hátt með sögum um huldufólk í Hafnarfirði til hliðsjónar.

Saumar fatnað huldufólks á umhverfisvænan máta

Birta Bjarkardóttir starfar á vegum Skapandi sumarstarfa í ár að verkefninu Vefnaður vætta, sem snýst um að sauma fatnað huldufólks með sögum um huldufólk í Hafnarfirði til hliðsjónar. Flíkurnar saumar hún með umhverfisvænum aðferðum og nýtir textíl sem hún hefur fundið á hinum ýmsu nytjamörkuðum í verkið.

Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með þessu einstaka verkefni og listrænu handverkskonu HÉR á Instagram.

Þér er boðið á lokahóf Skapandi sumarstarfa 2025

Lokahóf verður haldið þann 29. júlí í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn, þar verður góð dagskrá og öll eru velkomin!

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2025

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-25 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Þorbjörg Signý Ágústsson er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Í ár eru níu fjölbreytt verkefni sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa og verða þau kynnt vikulega í sumar.

Ábendingagátt