Skapandi sumarstörf – Eli

Fréttir

Eli Frost Ara eða „Fógeti“, eins og fólk myndi þekkja hann í gegnum tónlistina, er búin að vera að semja tónlist síðustu 11 árin í gegnum ýmiss verkefni og hljómsveitir, en vinnur nú á vegum Skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði að smáskífu, sem tekur innblástur frá fjölbreyttum hljóðum bæjarins.

„Ég heiti Eli Frost Ara eða „Fógeti„, eins og fólk myndi þekkja mig í gegnum tónlistina. Ég er búin að vera að semja tónlist síðustu 11 árin í gegnum ýmiss verkefni og hljómsveitir, en hef búið í Hafnarfirði frá fimm ára aldri og hef alltaf elskað þennan bæ.“

Hefur gefið út 13 plötur

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist, að spila á hljóðfæri, semja og spila lög og hef nýtt síðustu sex árin í að læra að búa til almennar hljóðupptökur og laga-vinnslu. Ég hef gefið út 13 plötur allt í allt, en aðeins tvær plötur og tvær smáskífur undir nafninu „Fógeti“. Í sumar er ég búin að vera að semja, taka upp, blanda og mastera fimm laga smáskífu sem blandar saman dramatísku poppi, rokki, rappi og ambient synth solóum.“

Innblástur frá hljóðum Hafnarfjarðar

„Smáskífan inniheldur ýmis hljóð sem er hægt að finna víðsvegar um Hafnarfjörð, enda sækir hún innblástur frá bænum, hvort sem það er fuglasöngur við Hvaleyrarvatn, fólk að spjalla saman á Pallett eða öldurnar í sjónum. Að vinna á vegum Skapandi sumarstarfa hefur gefið mér það tækifæri að vinna að tónlistinni minni ótruflað og fyrir vikið hef ég klárað fimm lög sem hefðu líklega annars ekki orðið til. Þetta er svo frábært tækifæri fyrir ungt listafólk, að fá að nýta sumartímann í að rækta listir sínar og koma þeim á framfæri.“

Huggulegir tónleikar 1.september

„Smáskífan heitir „MYTHOS“ og kemur út á öllum streymisveitum 1. September. Þann sama dag mun ég halda huggulega tónleika í Hamrinum, þar sem ég mun spila öll lögin á skífunni ásamt fleiri frumsömdum lögum. Frítt inn og öll velkomin!

Fylgja Fógetanum á Instagram hér eli fógeti 🏳️‍⚧️ (@fogetii) • Instagram photos and videos

Hlusta á Spotify hér Fógeti | Spotify

 

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2023

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-23 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Í ár voru níu fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem störfuðu á vegum skapandi sumarstarfa og voru þau kynnt vikulega í sumar.

Hér má lesa nánar um verkefni sumarsins:

Skapandi sumarstörf – Erika Lind | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Skapandi sumarstörf – Vilborg | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Skapandi sumarstörf – Víf | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Skapandi sumarstörf – Rayan | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Skapandi sumarstörf – Fljóðir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Skapandi sumarstörf – Regn | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Skapandi sumarstörf – Gáskinn | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Skapandi sumarstörf – Hama | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt