Skapandi sumarstörf – Erika Lind

Fréttir

Erika Lind er 19 ára menntaskólanemi og hluti af skapandi sumarstörfum í ár, með verkefnið Heklisgerði. Erika er mjög listræn og hefur vel og lengi haft áhuga á handavinnu, listum og menningu.

 

Skapandi sumarstörf – Erika Lind Ólafsdóttir

Erika Lind er 19 ára menntaskólanemi og hluti af skapandi sumarstörfum í ár, með verkefnið Heklisgerði. Erika er mjög listræn og hefur vel og lengi haft áhuga á handavinnu, listum og menningu.

„Ein af mínum kjarnaminningum var að fara með ömmu út á pall þar sem hún kenndi mér að prjóna, þá var ég 5 ára. það veitir mér gleði að láta gott af mér leiða og í þessu hraða samfélagi nýt ég þess að hvíla í sjálfri mér þegar ég hekla eða skapa annað handverk. Ég vil gjarnan deila þessari gleði með öðrum Hafnfirðingum.

„Handavinna og listsköpun hafa sterk tengsl í menningu okkar íslendinga ásamt því sem ástundun þess er talin draga úr kvíða og þunglyndi. Til þess að stunda handavinnu er krafist þekkingar, kunnáttu og oft á tíðum mikils tíma. Sagan hefur dæmt handavinnu sem ómerkilegt kvennastarf, áhugamál, dund og tímasóun. Hinsvegar er handavinna og ástundun þess ákveðin uppreisn við kapitalisma sem krefst þess að við séum öll í verðmætarsköpun, alltaf.“

Hellisgerði er fallegur ævintýrastaður í hjarta Hafnarfjarðar þar sem fólk getur komið saman og notið náttúrunnar. Mikið er gert úr því að skreyta Hellisgerði á aðventunni og er garðurinn skreyttur fallegum ljósum sem dregur fólk að allstaðar frá höfuðborgarsvæðinu og víðar. Markmið Eriku með verkefninu er að skapa þetta sama aðdráttarafl í skrúðgarðinn að sumri til.

Upprunalega hugmyndin var, að breyta Hellisgerði í Heklisgerði í sumar með hekluðu skrauti, máluðum steinum og samveru. En vegna spennandi framkvæmda í garðinum þetta sumarið, gerir það að verkum að Erika verður aðalega að kenna fólki að hekla, sauma samfélagsteppi og njóta útiveru og samveru á mánudögum. Að auki skreytir hún garðinn með handmáluðum steinum og handgerðum álfahúsum. Í lok sumars mun samfélagsteppið verða að fallegri gjöf til Álfabúðarinnar í Hellisgerði.

Erika er sýnileg með heklnálina alla mánudaga frá kl 16-19 og býður öllum sem vilja að taka þátt og hekla saman að koma að njóta.  Einnig vil ég bjóða krökkum að koma í Hellisgerði og mála á steina og þá nýta sér samtímis list og útiveru. Ég mun einnig sækjast eftir því að komast í samstarf við virkni starf eldriborgara og hekla með þeim.

„Ég mun nýta mér samfélagsmiðla undir nafninu; Heklisgerði🌟 (@heklisgerdi) | Instagram, þar sem ég auglýsi þá tíma sem ég verð sýnileg í garðinum og þau verkefni sem eru í vinnslu. Viðburðir veðra auglýstir þar og bæjarbúar hvattir til þáttöku. Verkefninu lýkur með lautarferð þar sem almenningi verður boðið að koma í Heklisgerði og njóta þess umhverfis sem hefur orðið til með yfir sumarið.“

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2023

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-23 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Í ár eru níu fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa og verða þau kynnt vikulega í sumar.

Ábendingagátt