Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Dúóið Fljóðir er hluti af skapandi sumarstörfum í ár og samanstendur af Írisi, sem er dansari og danshöfundur og Ísabellu, sem er áhugaljósmyndari og tölvunarfræðinemi. Þar sem þær skapa einskonar ‘listaheim’ sem verður settur fram sem ‘installation’ sýning í Hafnarborg, 31. júlí og ber nafnið Augnablik milli augnablika og mun samanstanda af dans-örverkum á myndbandsformi.
„Við heitum Íris Ásmundardóttir og Guðrún Ísabella Kjartansdóttir og við erum dúóið Fljóðir. Íris er dansari og danshöfundur og Ísabella er áhugaljósmyndari og tölvunarfræðinemi. Við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina með það að markmiði að fanga danshreyfingar á filmu í íslenskri náttúru og því fannst okkur tilvalið að sækja um í skapandi sumarstörfum og fá þannig tækifæri til að stækka hugmyndina okkar og koma henni á framfæri samtvinna hana við fleiri listræna þætti.“
Nafnið ‘Fljóðir’ er samsetning úr mörgum þáttum og orðum sem tengjast okkur sem listamönnum. Okkur fannst mikilvægt að leggja áherslu á þá staðreynd að við værum tvær konur sem stæðum að þessu listadúói og sköpuninni bakvið það – þaðan kom orðið ‘fljóð’ til sögunnar. Svo vinnum við einnig mikið með dans, náttúru og ljóðlist – þannig að blanda af orðum eins og flæði, flóð, jarðir, ljóð og fljóð varð að orðakokteilnum ‘Fljóðir’.
Í sumar erum við að skapa einskonar ‘listaheim’ sem verður settur fram sem ‘installation’ sýning í Hafnarborg í Hafnarfirði 31. júlí. Sýningin heitir Augnablik milli augnablika og mun samanstanda af dansörverkum á myndbandsformi, þar sem innblástur danssmíðarinnar er tengsl mannsins við náttúruna, saga staðsetninganna og hvernig ólík náttúruumhverfi hafa áhrif á hreyfingar. Ferlið verður síðan einnig fest á filmu þar sem við tengjumst hugtakinu ‘augnablik milli augnablika’, og vinnum með það hvernig myndavélin getur fangað augnablik dansins og hreyfinga í náttúruumhverfi. Ljóðlist mun einnig koma við sögu þar sem að dansverkin verða samin samhliða ‘reflective’ ljóðskrifum, sem gefur áhorfandanum annan vinkil á túlkun verksins. Allir listrænu þættirnir verða sameinaðir í sýningunni sjálfri til að skapa einskonar veröld sem áhorfendur stíga inn í til þess að fá heildræna upplifun af ferlinu og listinni. Samhliða listsköpun og myndbandsgerð erum við einnig að vinna í heimasíðu þar sem við getum leyft sýningunni og vinnunni okkar að lifa áfram á rafrænu formi.
Íris Ásmundardóttir er 23ja ára dansari úr Hafnarfirði. Íris ákvað snemma að hún vildi leggja fyrir sig dansinn, og fór fyrst út í fimm vikna sumarskóla hjá Boston Ballet fjórtán ára gömul. Næstu sumur hélt hún til New York, San Francisco og Frome í Englandi og sótti þar sumarnám hjá American Ballet Theatre, Alonzo King LINES Ballet og Mark Bruce Company.
Eftir útskrift frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og af klassískri listdansbraut frá Listdansskóla Íslands vorið 2018, hélt Íris út til London til þess að stunda nám við Rambert School of Ballet and Contemporary Dance. Þar fékk hún meðal annarra tækifæri til að sýna í Royal Opera House og vinna með danshöfundum á borð við Julie Cunningham, Kim Brandstrup, Cameron McMillan og Vidya Patel. Íris útskrifaðist frá Rambert með ‘First Class BA Hons Degree’ sumarið 2021. 2022/2023 dansaði hún með Emergence Postgraduate Dance Company í Manchester undir listrænni stjórn Joss Arnott. Þar vann hún að sýningu sem ferðaðist um Bretland, þar sem sýnd voru ný verk eftir Kevin Finnan, Gosia Mielech og Vidya Patel, ásamt enduruppsetningu á dansverkinu Wild Shadows eftir Joss Arnott. Í nóvember 2022 útskrifaðist Íris með mastersgráðu í ‘performance and professional practices’ frá University of Salford. Undanfarið hefur Íris unnið í sjálfstæðum verkefnum, ásamt því að kenna við Listdansskóla Íslands.
Ísabella er 23ja ára nemi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, úr Garðabænum. Hún er áhugaljósmyndari og hefur starfað við það hjá Wasteland Reykjavík seinustu 3 ár. Ísabella hefur alltaf verið með listrænt auga og er mjög flink með hendurnar. Hún æfði ballett frá 3ja ára aldri en ákvað 16 ára að sinna frekar náminu sínu í Kvennaskólanum í Reykjavík. Ísabella hefur alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum. Henni þykir gaman að njóta kvikmynda sem eru vel teknar og láta mann hugsa út fyrir kassann. 17 ára fékk hún í hendurnar sínar fyrstu filmumyndavélina frá ömmu sinni. Vel lengi hafa hennar nánustu sagt henni að hún sé með gamla sál og lengi hafði hún þráð eftir filmuvél. Það mætti segja að myndavélin hafði markað tímamót í listræna lífi hennar. Með filmuvélinni fékk hún að prófa sig áfram sem ljósmyndari. Henni þótti og þykir ennþá mjög gaman að mynda vini sína og viðburði. Þetta sérstaka áhugamál varð síðar að vinnu hjá Wasteland Reykjavík fyrir tilviljun þegar eigandinn var að leita að starfsmanni með áhuga á ljósmyndun. Þetta var frábært tækifæri til að auka þekkingu sína í ljósmyndun og gaf Ísabellu enn þá meiri reynslu og víkkaði tengslanetið hennar. Hún hefur núna undanfarið unnið mikið í samvinnu með Högnu Sól Þorkelsdóttur, textílnema og Írisi Ásmundardóttur, dansara. Samhliða ljósmyndun er Ísabella mjög dugleg að hekla og prjóna
Sjá viðburð Opnunarsýning Fljóða – Augnablik fyrir augnablik | Facebook
Fylgjast með hér Fljóðir (@fljodir_duo) • Instagram photos and videos
UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2023
Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-23 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.
Í ár eru níu fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa og verða þau kynnt vikulega í sumar.
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…