Skapandi sumarstörf – Gáskinn

Fréttir

Hafrún og Rannveig vinna að því að hanna ungmennablað Hafnarfjarðar á vegum skapandi sumarstarfa. Blaðið Gáskinn inniheldur allskonar skemmtilega myndaþætti og fjölbreytta liði, sem verður birt bæði í prent- og rafrænu formi í lok sumars.

„Við heitum Hafrún Arna og Rannveig Þóra, við erum 18 ára nýútskrifaðar úr Verzlunarskóla Íslands af Nýsköpunar- og listabraut. Þar lærðum við alls kyns listatengda hluti meðal annars grafíska hönnun. Við vorum saman í nefnd sem sá um gerð skólablaðsins og fundum strax þar brennandi áhuga fyrir grafískri hönnun. Við erum saman að hanna ungmennablað Hafnarfjarðar á vegum skapandi sumarstarfa hér í ár, sem ber nafnið Gáskinn. Blaðið inniheldur allskonar skemmtilega myndaþætti og fjölbreytta liði. Gáski kemur út á rafrænu og prent formi, en verður einnig dreift í skóla og félagsmiðstövar í haust.“

Við kvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með framvinu verkefnisins ásamt birtingu blaðsins hér GÁSKINN (@gaskinntbl) • Instagram photos and videos

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2023

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-23 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Í ár eru níu fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa og verða þau kynnt vikulega í sumar.

Ábendingagátt