Skapandi sumarstörf – GÚA

Fréttir

Gúa Margrét Bjarnadóttir eða “Gúa” er lagahöfundur, píanóleikari og söngkona. Verkefnið hennar í sumar er að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu.

Gúa Margrét Bjarnadóttir eða “Gúa” er lagahöfundur, píanóleikari og söngkona. Verkefnið hennar í sumar er að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu. Hún vinnur að tónlistinni, semur lögin og tekur upp og vinnu ásamt því grafískt myndverk sem hreyfist í takt við hvert lag fyrir sig, er hannað algjörlega fyrir hvert lag og spilast í bakgrunni á stóru tjaldi þegar lögin eru flutt. Í júlí þegar lögin eru tilbúin og mun hún ferðast um Hafnarfjörð vopnuð hljómborði og míkrafón og syngja lögin á kaffihúsum, verslunum og hjúkrunarheimilum ásamt því að halda útgáfutónleika í ungmennahúsi Hamarsins í september.

IMG_2033-1-

Sælt veri fólkið.

Ég heiti Gúa og verkefni mitt að þessu sinni er svohljóðandi.

Ég ætla mér að semja um það bil fjögur lög þetta sumar og vonandi gefa þau út undir lok þess. Lokaafurðin yrðu þá eins konar útgáfutónleikar með „visuals“ sem ég vann ásamt vinum mínum í Danmörku. Lögin eru af ýmsum toga og er þetta verkefni kannski sett svolítið upp með það í huga að finna mitt eigið hljóð. Í sumar mun ég svo einnig troða upp á hinum ýmsu stöðum í hjarta Hafnarfjarðar.

_8501272-2

 

Gúa er meðal annars með klukkutíma tónleika á Bókasafni Hafnarfjarðar á fimmtudögum kl.17:00. Allir velkomnir og frítt inn.  Sjá Facebook viðburð hér Sumartónleikar – GÚA | Facebook

 

293691314_10166553677175176_7565677809315764510_n

Instagram  gúa margrét (@guamargret) • Instagram photos and videos

Facebook Gúa Margrét Bjarnadóttir | Facebook

 

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2022

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Hér má lesa meira um þau sex fjölbreyttu verkefni sem eru hluti af skapandi sumarstörfum í sumar Skapandi sumarstörf 2022 | Fréttir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt