Skapandi sumarstörf – Hanna – Stuttmynd

Fréttir
Hanna Sigríður Jónsdóttir hefur unnið að stuttmynd á vegum Skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Stuttmyndin dregur innblástur sinn frá þráhyggjunni sem maður hefur um að verða eldri þegar maður er yngri.

Stuttmyndin er án tals og tjáð með sérsamdri tónlist

Hanna Sigríður Jónsdóttir hefur unnið að stuttmynd á vegum Skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Stuttmyndin dregur innblástur sinn frá þráhyggjunni sem maður hefur um að verða eldri þegar maður er yngri. Myndin er án tals og tjáð með tónlist sem Hanna Sigga semur sjálf í dúr við myndina til að draga fram nostalgíu og ró.
  • Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með þessari skapandi ungu listakonu og verkefninu HÉR á Instagram.

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2025

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-25 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Þorbjörg Signý Ágústsson er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Í ár eru níu fjölbreytt verkefni sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa og verða þau kynnt vikulega í sumar.

Ábendingagátt