Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Kiljuhjal er hlaðvarpsþáttur á vegum Kolbrúnar Maríu Másdóttur og Láru Debarúnu Árnadóttur. Vinkonurnar varpa ljósi á bækur eftir konur og er hugmyndin með Kiljuhjalinu að búa til eins konar bókaklúbb í formi hlaðvarps og er markmið þess að efla ungt fólk til bókalesturs.
Hlaðvarpsþátturinn “Kiljuhjal” Lára Debarúna Árnadóttir & Kolbrún María Másdóttir
Kiljuhjal er hlaðvarpsþáttur á vegum Kolbrúnar Maríu Másdóttur og Láru Debarúnu Árnadóttur. Vinkonurnar varpa ljósi á bækur eftir konur og er hugmyndin með Kiljuhjalinu að búa til eins konar bókaklúbb í formi hlaðvarps og er markmið þess að efla ungt fólk til bókalesturs. Kiljuhjal hóf samstarf við Storytel í júnímánuði og hélt úti glæsilegum gjafaleik í þeirra boði.
Fengu til sín skemmtilega gesti
Þættirnir eru byggðir upp á spjalli, en vinkonurnar lásu nokkrar bækur yfir sumartímann og ræddu síðan um þær, rétt eins og í bókaklúbbi. Þær fengu einnig til sín skemmtilega gesti, sem hafa það sameiginlegt að hafa gaman að lestri, en meðal þeirra má nefna bókmenntafræðing, höfund og vinkonur. Að auki koma þær með nokkrar tillögur að því hvernig best er að auka lestur, bóka-rútínur og af hverju það er mikilvægt að lesa meira. Varpið er því fjölbreytt og fræðandi og við hvetjum ykkur eindregið til að hlusta og fylgjast með. Allt í allt gáfu þær út sjö hlaðvarpsþætti í sumar, sem er hægt að hlusta á frítt á Spotify. En nýjasti þátturinn kom út 29. júlí.
Hægt er að fylgjast með vinkonunum hér:
KILJUHJAL Á INSTAGRAM: https://www.instagram.com/kiljuhjal/
KILJUHJAL á Spotify: https://open.spotify.com/show/7zcMR6srvqtidTt8uXkvwL
UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2022
Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.
Hér má lesa meira um þau sex fjölbreyttu verkefni sem eru hluti af skapandi sumarstörfum í sumar Skapandi sumarstörf 2022 | Fréttir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Ása Marin er höfundur rómantísku stefnumótaskáldsögunnar Hittu mig í Hellisgerði. Jólabærinn Hafnarfjörður rammar söguna inn.
Keramik Bjarna Sigurðssonar nýtur sín oft í tímaritinu Bo Bedre. Hann hefur haldið í samböndin í Danmörku síðan hann lærði…
Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós og mikilvægi endurskinsmerkja því ótvírætt. Hafnarfjarðarbær hvetur…
Stjórn GSÍ hefur heimild til að veita heiðursviðurkenningar til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga sem skarað hafa fram úr með…
Spjall við hina ýmsu rithöfunda og fjölþjóðlegir jólasveinar eru konfektmolar Bókasafns Hafnarfjarðar fyrir þessi jól. Hressandi viðburðir sem gaman er…
Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um þau hús,…
21 starfsmaður hlaut 25 ára starfsaldursviðurkenningu á dögunum. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 525 ár. Þessum árum hefur starfsfólk…
„Við elskum að vera hér í Hafnarfirði og hlökkum mikið til að kynnast fleirum við opnun Jólaþorpsins. Já, viðtökurnar hafa…
Vel var mætt á þriðja viðburðinn í fundaröðinni, „Við erum þorpið“, í Bæjarbíó í liðinni viku þar sem Pálmar Ragnarsson,…
„Þátttaka í Jólaþorpinu í hjarta Hafnarfjarðar er þegar hluti af jólahefð A. Hansen,“ segir Silbene Dias, rekstrarstjóri veitingastaðarins A. Hansen,…