Skapandi sumarstörf – Kiljuhjal

Fréttir

Kiljuhjal er hlaðvarpsþáttur á vegum Kolbrúnar Maríu Másdóttur og Láru Debarúnu Árnadóttur. Vinkonurnar varpa ljósi á bækur eftir konur og er hugmyndin með Kiljuhjalinu að búa til eins konar bókaklúbb í formi hlaðvarps og er markmið þess að efla ungt fólk til bókalesturs.

Hlaðvarpsþátturinn “Kiljuhjal” Lára Debarúna Árnadóttir & Kolbrún María Másdóttir

Kiljuhjal er hlaðvarpsþáttur á vegum Kolbrúnar Maríu Másdóttur og Láru Debarúnu Árnadóttur. Vinkonurnar varpa ljósi á bækur eftir konur og er hugmyndin með Kiljuhjalinu að búa til eins konar bókaklúbb í formi hlaðvarps og er markmið þess að efla ungt fólk til bókalesturs. Kiljuhjal hóf samstarf við Storytel í júnímánuði og hélt úti glæsilegum gjafaleik í þeirra boði.

Screenshot-31-_1661238129833Fengu til sín skemmtilega gesti

Þættirnir eru byggðir upp á spjalli, en vinkonurnar lásu nokkrar bækur yfir sumartímann og ræddu síðan um þær, rétt eins og í bókaklúbbi. Þær fengu einnig til sín skemmtilega gesti, sem hafa það sameiginlegt að hafa gaman að lestri, en meðal þeirra má nefna bókmenntafræðing, höfund og vinkonur. Að auki koma þær með nokkrar tillögur að því hvernig best er að auka lestur, bóka-rútínur og af hverju það er mikilvægt að lesa meira. Varpið er því fjölbreytt og fræðandi og við hvetjum ykkur eindregið til að hlusta og fylgjast með. Allt í allt gáfu þær út sjö hlaðvarpsþætti í sumar, sem er hægt að hlusta á frítt á Spotify. En nýjasti þátturinn kom út 29. júlí.

IMG_7250

Hægt er að fylgjast með vinkonunum hér:

KILJUHJAL Á INSTAGRAM: https://www.instagram.com/kiljuhjal/

KILJUHJAL á Spotify: https://open.spotify.com/show/7zcMR6srvqtidTt8uXkvwL

IMG_2742

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2022

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Hér má lesa meira um þau sex fjölbreyttu verkefni sem eru hluti af skapandi sumarstörfum í sumar Skapandi sumarstörf 2022 | Fréttir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt