Skapandi sumarstörf – Magnús

Fréttir

Magnús Trevenen Davíðsson er lagahöfundur, gítarleikari og söngvari sem kallar sig listamannsnafninu “Kids on Holiday”. Verkefni Magnúsar í sumar var að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu þar sem hann semur öll lögin og tekur upp sjálfur. 

MAGNÚS TREVENEN DAVÍÐSSON / “Kids on Holiday”

Magnús Trevenen Davíðsson er lagahöfundur, gítarleikari og söngvari sem kallar sig listamannsnafninu “Kids on Holiday”. Verkefni Magnúsar í sumar var að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu þar sem hann semur öll lögin og tekur upp sjálfur. 

Screenshot-34-_1660635395632

Screenshot-33-_1660635434519

Götutónlist víðsvegar um bæinn

Magnús var áberandi í miðbæ Hafnarfjarðar þann 17. júní á Austurgötuhátíðinni þar sem hann söng og spilaði víðsvegar fyrir gesti og gangandi og sló í gegn þegar hann kom fram í kvöld dagskránni sama kvöld. Að auki hefur hann haldið um klukkutíma tónleika nokkrum sinnum í  sumar á Bókasani Hafnarfjarðar, við góðar viðtökur. 

293881297_10166553684370176_1773362360975129028_n

Útgáfutónleikar í Ungmennahúsi Hamarsins

Útgáfutónleikar “Kids on Holiday” voru svo haldnir á sviði Hamarsins síðastliðinn miðvikudag, 10. ágúst. Þar sem hann frumflutti lögin sem hann hefur unnið að allt í sumar fyrir gesti og aðdáendur, sem hluti af verkefni Skapandi Sumarstarfa Hamarsins og Hafnarfjarðar 2022 og verða lögin hluti af jómfrúarplötu hans sem kemur út í haust. 

  298423308_1227927911377479_5324900578812256837_n_1660635300495
Spennandi tímar framundan
Tónlistarmaðurinn heldur nú á vit ævintýranna, er hann flytur til Þýskalands þar sem hann mun hefja nám í virtum tónlistarskóla Berlínar, BIMM institute. 

Hann á því svo sannarlega framtíðina fyrir sér og verður spennandi að fylgjast með.

Ábendingagátt