Skapandi sumarstörf – Regn

Fréttir

Huliðsvættir er staðbundin (e. site specific) vídeóinnsetningasería, á vegum skapandi sumarstarfa, sem styðst við kort af Hafnarfirði eftir Erlu Stefánsdóttur sjáanda, þar sem hún staðsetur álfa, dverga og huldufólk, ásamt orkustöðvum í bænum.

Scroll down for the English version.

Í tóminu milli veröld manna og náttúru búa vættir, sem birtast mannfólki aðeins á réttum stað á réttum tíma

Huliðsvættir er staðbundin (e. site specific) vídeóinnsetningasería, á vegum skapandi sumarstarfa, sem styðst við kort af Hafnarfirði eftir Erlu Stefánsdóttur sjáanda, þar sem hún staðsetur álfa, dverga og huldufólk, ásamt orkustöðvum í bænum. Ég gerði vídeóverk á völdum stöðum sem merktir eru á kortinu, og setti þar QR kóða nálægt, sem fólk getur skannað á snjalltæki, og horft þannig á vídeóið í umhverfinu þar sem það var tekið upp, og þar sem huliðsvættirnir eiga heima. Frumsýning verður þann 10. ágúst klukkan 18:00, samhliða opnun Minninga eftir Vilborgu Lóu Jónsdóttur, sem verður í formi göngutúrs um bæinn, með þeirra leiðsögn.

Áhersla á sjálfið, meðvitundina, vísindi og andleg málefni

Regn Sólmundur Evu (f. 1998, hán/háns) er nýútskrifað úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands með BA gráðu. Hán hefur sérhæft sig í innsetningum, vídeói, skúlptúrum og gagnvirkni, með áherslu á sjálfið, meðvitundina, vísindi og andleg málefni. Regn hefur tekið þátt í yfir 20 sýningum víðsvegar um landið og haldið tvær einkasýningar.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á instagram ✨️huliðsvættir✨️ (@hulidsvaettir) • Instagram photos and videos

Sjá viðburð á Facebook Huliðsvættir – Opnun, leiðsögn, listamannaspjall | Facebook

Hidden wights live in the void between the world of humans and nature, and only appear to the naked eye at certain times in certain places

Huliðsvættir (e. hidden wights) is a site specific series of video works, in collaboration with Hafnarfjörður’s creative summer job’s, which are based on a map, that the medium Erla Stefánsdóttir, where she maps out where elves, dwarves, and various spiritual locations live in town. I made video works in selected places from the map, and placed QR codes nearby, which people can scan into their smart devices, and watch the videos in the environment in which the videos were shot, and where the hidden wights reside. The premiere will be on the 10th of August at 18:00, coinciding with the opening of Vilborg Lóa Jónsdóttir’s Memories, which will take the form of a guided tour around the town.

A focus on the self, consciousness, science and spirituality

Regn Sólmundur Evu (b. 1998, they/them) is recently graduated with a BA degree in fine art from Iceland University of the Arts. They specialize in installation, video, sculpture and interactive art, with main themes of the self, consciousness, science and spirituality. Regn has participated in over 20 exhibitions across the country and has hosted two solo exhibitions. 

Follow the project on instagram ✨️huliðsvættir✨️ (@hulidsvaettir) • Instagram photos and videos

See the event on Facebook Huliðsvættir – Opnun, leiðsögn, listamannaspjall | Facebook

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2023

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-23 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Í ár eru níu fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa og verða þau kynnt vikulega í sumar.

Ábendingagátt