Skapandi sumarstörf – Úlfur

Fréttir

Úlfur Þórarinsson víóluleikari og meðlimur Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins smíðar í sumar jómfrúarverkið sitt sem ber vinnuheitið “Heimabærinn”. Verkið er strengjakvartett í 4 köflum sem allir eru kenndir við Hafnfirska staði eða hluti. Úlfur mun flytja verkið ásamt kvartettnum “Óh sú” í Gamla Apótekinu í Hafnarborg þann 18. Ágúst.

FRUMSAMINN STRENGJAKVARTETT – “Heimabærinn” ÚLFUR ÞÓRARINSSON

Úlfur Þórarinsson víóluleikari og meðlimur Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins smíðar í sumar jómfrúarverkið sitt sem ber vinnuheitið “Heimabærinn”. Verkið er strengjakvartett í 4 köflum sem allir eru kenndir við Hafnfirska staði eða hluti. 

IMG_2221

Screenshot-38-

Úlfur mun ásamt kvartettnum flytja verkið í Gamla Apótekinu í Hafnarborg þann 18. Ágúst. En kvartettinn ber nú nafnið “Óh sú”.  Tónleikarnir verða auglýstir á Facebook þegar nær dregur. 

IMG-4507

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2022

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Hér má lesa meira um þau sex fjölbreyttu verkefni sem eru hluti af skapandi sumarstörfum í sumar Skapandi sumarstörf 2022 | Fréttir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt