Skapandi sumarstörf – Vilborg

Fréttir

Vilborg Lóa Jónsdóttir er 23 ára myndlistarnemi. Hún starfar á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði. Vilborg verður með sýninguna Minningar, 10.ágúst. það er málverkasýning, þar sem hvert málverk táknar eina minningu úr barnæsku og uppeldi hennar úr Hafnarfiði.

„Ég heiti Vilborg Lóa Jónsdóttir og er 23 ára myndlistarnemi. Ég er að starfa hjá skapandi sumarstörfum Hafnarfjarðar. Ég verð með sýninguna Minningar 10.ágúst. það er málverkasýning, þar sem hvert málverk táknar eina minningu úr minni barnæsku og uppeldi úr Hafnarfiði. Sumar minningarnar eru sameiginlegar, og aðrar persónulegri mér. Markmið verkefnisins er að fá fólk til að hugsa til sinnar barnæsku og athuga hvað skilgreindi þeirra barnæsku. Er eitthvað sem við eigum sameiginlegt með öðrum sem ólust upp í sama umhverfi og þú eða ekki?“

„Ferlið á bakvið sýninguna var að miklu leiti að líta tilbaka og rifja upp minningar. Svo var það að undirbúa strigana, sem eru í laginu eins og rifur í efni og mála svo minningarnar á þá. Svo var einnig mikilvægur partur af undirbúningi fyrir sýninguna að ákveða sýningarstað, þar sem mig langaði að hafa sýninguna aðgengilega öllum, allann sólarhringinn. Svo fólk gæti komið og skoðað verkin óháð opnunartíma. Þegar ég ákvað að hafa verkin til sýnis í gluggum húsa á strandgötunni, þá þurfti ég að finna lausn á hvernig væri best að hengja upp málverkin. Allt þetta og fleira var hluti af ferlinu á bakvið sýninguna Minningar.“

Hér má fylgjast með framvindu verkefnisins í sumar Vilborg Lóa (@vilborg_creates) • Instagram photos and videos

Sjá viðburð á Facebook Minningar – Listasýning | Facebook

UM SKAPANDI SUMARSTÖRF 2023

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-23 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.

Í ár eru níu fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa og verða þau kynnt vikulega í sumar.

Ábendingagátt